Handbolti

Óvænt tap Lemgo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo.
Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo. Mynd/Stefán

Lemgo tapaði óvænt fyrir Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær, 26-25, á útivelli.

Staðan var 15-13, heimamönnum í vil en Lemgo náði yfirhöndinni þegar um þrettán mínútur voru til leiksloka. En þá tók Hannover-Burgdorf aftur við sér og tryggði sér dýrmætan sigur á sterku liði Lemgo.

Hannes Jón Jónsson átti góðan leik fyrir Hannover-Burgdorf og skoraði þrjú mörk. Hjá Lemgo var Vignir Svavarsson með tvö mörk en Logi Geirsson komst ekki á blað.

Þá vann Göppingen mikilvægan sigur á Gummersbach, 31-29, á heimavelli. Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach í leiknum.

Tus N-Lübbecke vann öruggan sigur á Balingen, 32-24. Heiðmar Felixsson skoraði eitt mark fyrir fyrrnefnda liðið en Þórir Ólafsson var frá vegna meiðsla.

Lemgo er nú í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig, sjö stigum á eftir toppliði Kiel. Gummersbach er í sjöunda sæti með nítján stig og Lübbecke í tólfta með ellefu. Hannover-Burgdorf er svo í fjórtánda sæti með níu stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×