Erlent

Flutningabíll ók allt að 100 niður

Allt að 100 létu lífið þegar ökumaður flutningabíls missti stjórn á bifreið sinni í Nígeríu í morgun. Fjölmargir slösuðust. Vegakerfinu í Nígeríu er haldið illa við og því eru umferðarslys afar tíð í landinu.

Lögreglan í Kogi umdæmi, sem er í miðhluta landsins, segir að bílnum hafi verið ekið hratt niður hæð. Áður en flutningabíllinn hafnaði á fjölmennum markaði keyrði hann utan í fjölmarga bíla og mótorhjól.

Yfirvöld segja að 55 séu látnir en fréttamaður BBC sem er á staðnum fullyrðir að allt að 100 séu látnir.

Umdæmisstjórinn í Kogi hefur lýst yfir þriggja daga sorg vegna umferðarslyssins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×