Steingrímur: Björgólfur Thor þótti fínn pappír 20. desember 2009 17:24 Steingrímur J. Sigfússon. Mynd/Pjetur „Ég tel að verkefnið sé gott og það yrði synd ef það strandaði á þessum þætti en ég er samt ekki að gera lítið úr þeim hluta," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður um aðkomu félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar að uppbyggingu gagnavers á Suðurnesjum. Fyrirtækið sem um ræðir er Verne Holding, en það er að hluta í eigu Björgólfs Thors. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, hefur verið gagnrýnd fyrir að gera samning sem felur í sér skattaívilnanir fyrir fyrirtæki í hans eigu. Steingrímur var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. Hann sagði fjármálaráðuneytið hafa komið að skattahluta samningsins sem að mati Steingríms er mun betri en þeir fjárfestingarsamningar sem voru gerðir við álverin á sínum tíma. Þessi samningur sé afmarkaðri í tíma, ívilnanirnar hóflegri og fyrirtækið komi miklu fyrr en álverin inn í venjulegt skattaumhverfi. Steingrímur benti á að í haust hafi verið barið á fjármálaráðuneytinu fyrir að klára ekki að gera þennan samning út af atvinnuástandinu á Suðurnesjum. Um væri að ræða græna atvinnustarfsemi og sölu á orku. Steingrímur sagði að þetta hefði skyndilega breyst síðustu daga og áherslan og umræðan færst yfir á eignarhaldið. „Menn verða þá að spyrja sig af því hvort við ætlum að stranda öllu verkefninu vegna þess að Björgólfur Thor lagði af stað með það fyrir einhverjum tveimur til þremur árum síðan. Þá þótti hann fínn pappír og menn voru voðalega ánægðir með þetta allt saman. Nú er andinn breyttur," sagði ráðherrann. Steingrímur sagði að skoða þurfi málið vel. Fyrir liggi að eignarhlutur Björgólfs Thor komi til með minnka með innkomu nýrra eigenda. Þá benti Steingrímur á að Björgólfur Thor hafi ekki verið ákærður fyrir neitt. „Hann er í hópi útrásargaura og bankakarla sem hafa farið illa að ráði sínu og bakað okkar tjón. Við skulum takast á við það á forsendum réttarríkisins." Fram kom í þættinum að Steingrímur bindur miklar vonir við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Tengdar fréttir Iðnaðarráðherra vinnur í samræmi við lög Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson, segir það vera sérkennilegt hversu margir reyni nú að gera aðkomu Verne Holding að uppbyggingu gagnavers á Suðurnesjum tortryggilega. „Grátlegt er að sjá í hvaða farveg umræða um málið er að falla,“ segir framkvæmdastjórinn. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna. 19. desember 2009 09:49 Björgólfur Thor stígi til hliðar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill að Björgólfur Thor Björgólfsson stígi til hliðar þegar kemur að uppbyggingu Verne Holding á gagnaveri á Suðurnesjum. 19. desember 2009 16:54 Eignarhlutur Björgólfs Thors verði þynntur út „Það sem þetta verkefni snýst um er einfaldlega þetta. Ætlum við að láta alla fjárfestinguna fara forgörðum út af fortíð og sögu eins minnihlutaeigenda í þessu fyrirtæki eða ætlum við að stuðla að því að það geti gerst að það komi nýtt fjarmagn inn í þetta verkefni og að þessi aðili sem hér er um rætt verði þynntur út?" Þetta sagði Katrín Júlíusdóttir í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 17. desember 2009 11:23 Þingmenn ekki lögsóttir vegna orða sinna Það er ómögulegt að höfða mál gegn þingmanni vegna ummæla hans í þinginu nema að þingið gefi sérstakt leyfi til þess að undangenginni atkvæðagreiðslu. 17. desember 2009 15:49 Birgitta: Blaut tuska framan í almenning Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við máli sínu á Alþingi í morgun. Þar lét þung orð falla þegar að hún spurði iðnaðarráðherra hvort hún teldi að Björgólfur Thor Björgólfsson ætti ekki að skila þýfinu sem hvarf af Icesave reikningunum sem hann bæri beina ábyrgð á. Birgitta var að spyrja ráðherra um lagafrumvarp um gagnaver á Vaðlaheiði sem lagt fram á þingi í fyrradag. 17. desember 2009 14:58 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
„Ég tel að verkefnið sé gott og það yrði synd ef það strandaði á þessum þætti en ég er samt ekki að gera lítið úr þeim hluta," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður um aðkomu félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar að uppbyggingu gagnavers á Suðurnesjum. Fyrirtækið sem um ræðir er Verne Holding, en það er að hluta í eigu Björgólfs Thors. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, hefur verið gagnrýnd fyrir að gera samning sem felur í sér skattaívilnanir fyrir fyrirtæki í hans eigu. Steingrímur var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. Hann sagði fjármálaráðuneytið hafa komið að skattahluta samningsins sem að mati Steingríms er mun betri en þeir fjárfestingarsamningar sem voru gerðir við álverin á sínum tíma. Þessi samningur sé afmarkaðri í tíma, ívilnanirnar hóflegri og fyrirtækið komi miklu fyrr en álverin inn í venjulegt skattaumhverfi. Steingrímur benti á að í haust hafi verið barið á fjármálaráðuneytinu fyrir að klára ekki að gera þennan samning út af atvinnuástandinu á Suðurnesjum. Um væri að ræða græna atvinnustarfsemi og sölu á orku. Steingrímur sagði að þetta hefði skyndilega breyst síðustu daga og áherslan og umræðan færst yfir á eignarhaldið. „Menn verða þá að spyrja sig af því hvort við ætlum að stranda öllu verkefninu vegna þess að Björgólfur Thor lagði af stað með það fyrir einhverjum tveimur til þremur árum síðan. Þá þótti hann fínn pappír og menn voru voðalega ánægðir með þetta allt saman. Nú er andinn breyttur," sagði ráðherrann. Steingrímur sagði að skoða þurfi málið vel. Fyrir liggi að eignarhlutur Björgólfs Thor komi til með minnka með innkomu nýrra eigenda. Þá benti Steingrímur á að Björgólfur Thor hafi ekki verið ákærður fyrir neitt. „Hann er í hópi útrásargaura og bankakarla sem hafa farið illa að ráði sínu og bakað okkar tjón. Við skulum takast á við það á forsendum réttarríkisins." Fram kom í þættinum að Steingrímur bindur miklar vonir við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Tengdar fréttir Iðnaðarráðherra vinnur í samræmi við lög Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson, segir það vera sérkennilegt hversu margir reyni nú að gera aðkomu Verne Holding að uppbyggingu gagnavers á Suðurnesjum tortryggilega. „Grátlegt er að sjá í hvaða farveg umræða um málið er að falla,“ segir framkvæmdastjórinn. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna. 19. desember 2009 09:49 Björgólfur Thor stígi til hliðar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill að Björgólfur Thor Björgólfsson stígi til hliðar þegar kemur að uppbyggingu Verne Holding á gagnaveri á Suðurnesjum. 19. desember 2009 16:54 Eignarhlutur Björgólfs Thors verði þynntur út „Það sem þetta verkefni snýst um er einfaldlega þetta. Ætlum við að láta alla fjárfestinguna fara forgörðum út af fortíð og sögu eins minnihlutaeigenda í þessu fyrirtæki eða ætlum við að stuðla að því að það geti gerst að það komi nýtt fjarmagn inn í þetta verkefni og að þessi aðili sem hér er um rætt verði þynntur út?" Þetta sagði Katrín Júlíusdóttir í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 17. desember 2009 11:23 Þingmenn ekki lögsóttir vegna orða sinna Það er ómögulegt að höfða mál gegn þingmanni vegna ummæla hans í þinginu nema að þingið gefi sérstakt leyfi til þess að undangenginni atkvæðagreiðslu. 17. desember 2009 15:49 Birgitta: Blaut tuska framan í almenning Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við máli sínu á Alþingi í morgun. Þar lét þung orð falla þegar að hún spurði iðnaðarráðherra hvort hún teldi að Björgólfur Thor Björgólfsson ætti ekki að skila þýfinu sem hvarf af Icesave reikningunum sem hann bæri beina ábyrgð á. Birgitta var að spyrja ráðherra um lagafrumvarp um gagnaver á Vaðlaheiði sem lagt fram á þingi í fyrradag. 17. desember 2009 14:58 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Iðnaðarráðherra vinnur í samræmi við lög Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson, segir það vera sérkennilegt hversu margir reyni nú að gera aðkomu Verne Holding að uppbyggingu gagnavers á Suðurnesjum tortryggilega. „Grátlegt er að sjá í hvaða farveg umræða um málið er að falla,“ segir framkvæmdastjórinn. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna. 19. desember 2009 09:49
Björgólfur Thor stígi til hliðar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill að Björgólfur Thor Björgólfsson stígi til hliðar þegar kemur að uppbyggingu Verne Holding á gagnaveri á Suðurnesjum. 19. desember 2009 16:54
Eignarhlutur Björgólfs Thors verði þynntur út „Það sem þetta verkefni snýst um er einfaldlega þetta. Ætlum við að láta alla fjárfestinguna fara forgörðum út af fortíð og sögu eins minnihlutaeigenda í þessu fyrirtæki eða ætlum við að stuðla að því að það geti gerst að það komi nýtt fjarmagn inn í þetta verkefni og að þessi aðili sem hér er um rætt verði þynntur út?" Þetta sagði Katrín Júlíusdóttir í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 17. desember 2009 11:23
Þingmenn ekki lögsóttir vegna orða sinna Það er ómögulegt að höfða mál gegn þingmanni vegna ummæla hans í þinginu nema að þingið gefi sérstakt leyfi til þess að undangenginni atkvæðagreiðslu. 17. desember 2009 15:49
Birgitta: Blaut tuska framan í almenning Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við máli sínu á Alþingi í morgun. Þar lét þung orð falla þegar að hún spurði iðnaðarráðherra hvort hún teldi að Björgólfur Thor Björgólfsson ætti ekki að skila þýfinu sem hvarf af Icesave reikningunum sem hann bæri beina ábyrgð á. Birgitta var að spyrja ráðherra um lagafrumvarp um gagnaver á Vaðlaheiði sem lagt fram á þingi í fyrradag. 17. desember 2009 14:58