Erlent

Betra eftirlit hefði hugsanlega bjargað Bretum

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði á leiðtogafundi ESB í dag að hann styðji að sett verði á laggirnar stofnun innan Evrópusambandsins sem fylgist með mögulegri kerfisáhættu í fjármálakerfinu. Segist forsætisráðherrann hafa bent á nauðsyn þess að hafa slíkt eftirlitskerfi innan sambandsins um þónokkra hríð.

Hann segir að öflugt eftirlitskerfi í fjármálakerfinu hefði hugsanlega getað komið í veg fyrir þau vandamál sem fylgt hafi hruni nokkurra heimsþekktra fjármálastofnana sem og því vandamáli sem Bretar standa nú frammi fyrir í kjölfar hruns fjármálakerfisins á Íslandi.

Nánar verður fjallað um leiðtogafund Evrópusambandsins í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×