Ágreiningur bankanna og Exista mun enda fyrir dómstólum 26. maí 2009 18:37 Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir ljóst að ágreiningur gömlu bankanna og Exista um hvernig gera eigi upp eignir og skuldir endi fyrir dómstólum eins og staðan sé í dag. Skilanefndir bankanna tjá sig ekki um málið. Exista á meðal annars rekstrarfélögin VÍS, Skipti, Lífís og Lýsingu. Hart er nú deilt um framtíð félagsins, en innlendir kröfuhafar sem eru skilanefndir gömlu bankanna ásamt Nýja Kaupþingi vilja að félaginu verði skipt upp í sjálfstæðar einingar. Þá hefur einnig verið uppi sú krafa að stjórnendur þess víki. Forsvarsmenn Exista ætla ekki að verða við þeim kröfum og telja að þær eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður félagsins, segir að stærstu kröfuhafar þess séu 37 erlendir bankar sem búið sé að semja við. Íslensku bankarnir séu í engri aðstöðu til að krefjast eins né neins, hvorki greiðslustöðvunar á félaginu né þess að stjórnendur víki. „Ég get því miður ekki tjáð mig um það," segir Lýður Guðmundsson aðspurður hversu háar kröfur kröfuhafarnir telji sig eiga á hendur Exista. Spurður hvernig kröfurnar eru komnar til segir Lýður: „Exista átti fullt af eignum hjá gömlu bönkunum og jafnframt skuldaði þeim fé. Við teljum að eignir okkar og skuldir hafi jafnast út við þrot bankanna, en þeir telja svo ekki vera. Ég held að það sé ljóst að þetta mál mun enda fyrir dómstólum eins og staðan er í dag." Hvorki skilanefnd Kaupþings né Nýja Kaupþing vildu tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Þá fengust ekki heldur viðbrögð frá skilanefndum Glitnis og Landsbankans. Tengdar fréttir Exista vill lögbann á 13 milljarða millifærslu Exista hefur lagt fram lögbannskröfu á millifærslu upp á 13 milljörðum króna úr Nýja Kaupþingi yfir í gamla Kaupþing. Lögbannsbeiðnin verður líklega tekin fyrir síðar í dag. Þetta sagði Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista á hluthafafundi félagsins sem nú stendur yfir. Breytingar eru fyrirhugaðar í stjórn félagsins en þó ekki fyrr en „árásum“ hinna gjaldþrota íslensku banka hefur verið hrundið, eins og Lýður orðaði það. 26. maí 2009 10:19 Vildi binda atkvæðarétt við óveðsetta hluti Einn af hluthöfum Exista tók til máls á hluthafafundinum í morgun og lagði fram tillögu þess efnis að atkvæðaréttur í félaginu verði bundinn við það skilyrði að hlutafé sé ekki veðsett. 26. maí 2009 12:11 Skilanefndir vilja skipta Existu upp í sjálfstæðar einingar Stjórnendur Exista og stærstu kröfuhafar félagsins deila nú um framtíð félagsins. Skilanefndir bankanna ásamt Nýja Kaupþingi mynda stærsta hóp kröfuhafa og vilja að Exista verði skipt upp í sjálfstæðar einingar. 26. maí 2009 10:16 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir ljóst að ágreiningur gömlu bankanna og Exista um hvernig gera eigi upp eignir og skuldir endi fyrir dómstólum eins og staðan sé í dag. Skilanefndir bankanna tjá sig ekki um málið. Exista á meðal annars rekstrarfélögin VÍS, Skipti, Lífís og Lýsingu. Hart er nú deilt um framtíð félagsins, en innlendir kröfuhafar sem eru skilanefndir gömlu bankanna ásamt Nýja Kaupþingi vilja að félaginu verði skipt upp í sjálfstæðar einingar. Þá hefur einnig verið uppi sú krafa að stjórnendur þess víki. Forsvarsmenn Exista ætla ekki að verða við þeim kröfum og telja að þær eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður félagsins, segir að stærstu kröfuhafar þess séu 37 erlendir bankar sem búið sé að semja við. Íslensku bankarnir séu í engri aðstöðu til að krefjast eins né neins, hvorki greiðslustöðvunar á félaginu né þess að stjórnendur víki. „Ég get því miður ekki tjáð mig um það," segir Lýður Guðmundsson aðspurður hversu háar kröfur kröfuhafarnir telji sig eiga á hendur Exista. Spurður hvernig kröfurnar eru komnar til segir Lýður: „Exista átti fullt af eignum hjá gömlu bönkunum og jafnframt skuldaði þeim fé. Við teljum að eignir okkar og skuldir hafi jafnast út við þrot bankanna, en þeir telja svo ekki vera. Ég held að það sé ljóst að þetta mál mun enda fyrir dómstólum eins og staðan er í dag." Hvorki skilanefnd Kaupþings né Nýja Kaupþing vildu tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Þá fengust ekki heldur viðbrögð frá skilanefndum Glitnis og Landsbankans.
Tengdar fréttir Exista vill lögbann á 13 milljarða millifærslu Exista hefur lagt fram lögbannskröfu á millifærslu upp á 13 milljörðum króna úr Nýja Kaupþingi yfir í gamla Kaupþing. Lögbannsbeiðnin verður líklega tekin fyrir síðar í dag. Þetta sagði Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista á hluthafafundi félagsins sem nú stendur yfir. Breytingar eru fyrirhugaðar í stjórn félagsins en þó ekki fyrr en „árásum“ hinna gjaldþrota íslensku banka hefur verið hrundið, eins og Lýður orðaði það. 26. maí 2009 10:19 Vildi binda atkvæðarétt við óveðsetta hluti Einn af hluthöfum Exista tók til máls á hluthafafundinum í morgun og lagði fram tillögu þess efnis að atkvæðaréttur í félaginu verði bundinn við það skilyrði að hlutafé sé ekki veðsett. 26. maí 2009 12:11 Skilanefndir vilja skipta Existu upp í sjálfstæðar einingar Stjórnendur Exista og stærstu kröfuhafar félagsins deila nú um framtíð félagsins. Skilanefndir bankanna ásamt Nýja Kaupþingi mynda stærsta hóp kröfuhafa og vilja að Exista verði skipt upp í sjálfstæðar einingar. 26. maí 2009 10:16 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Exista vill lögbann á 13 milljarða millifærslu Exista hefur lagt fram lögbannskröfu á millifærslu upp á 13 milljörðum króna úr Nýja Kaupþingi yfir í gamla Kaupþing. Lögbannsbeiðnin verður líklega tekin fyrir síðar í dag. Þetta sagði Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista á hluthafafundi félagsins sem nú stendur yfir. Breytingar eru fyrirhugaðar í stjórn félagsins en þó ekki fyrr en „árásum“ hinna gjaldþrota íslensku banka hefur verið hrundið, eins og Lýður orðaði það. 26. maí 2009 10:19
Vildi binda atkvæðarétt við óveðsetta hluti Einn af hluthöfum Exista tók til máls á hluthafafundinum í morgun og lagði fram tillögu þess efnis að atkvæðaréttur í félaginu verði bundinn við það skilyrði að hlutafé sé ekki veðsett. 26. maí 2009 12:11
Skilanefndir vilja skipta Existu upp í sjálfstæðar einingar Stjórnendur Exista og stærstu kröfuhafar félagsins deila nú um framtíð félagsins. Skilanefndir bankanna ásamt Nýja Kaupþingi mynda stærsta hóp kröfuhafa og vilja að Exista verði skipt upp í sjálfstæðar einingar. 26. maí 2009 10:16