Jafnvægi og takmörk 26. maí 2009 05:00 Í kjölfar efnahagshrunsins hefur ríkisstjórn Íslands lagt fram lög um stjórnlagaþing sem hefði það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið. Það er eðlilegt að taka mið af stjórnarskrám annarra landa við samningu nýrrar stjórnarskrár. Eitt atriði sem oft er bent á er að þrískipting valdsins sem er aðalatriði í mörgum stjórnarskrám hafi skort á Íslandi og það hafi að einhverju leyti leitt til hrunsins. Í stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1789 er gert ráð fyrir þrískiptingu valdsins í framkvæmdavald sem er falið forsetanum, löggjafarvald sem þingið ræður og dómsvald sem dómskerfið fer með og hægt er að áfrýja allt til hæstaréttar. Það voru gildar ástæður fyrir þessari þrískiptingu. Þeir sem sömdu stjórnarskrána höfðu búið við ofríki konungs sem ríkti með hervaldi og beitti þingi og dómurum til að kúga nýlendur sínar. Þeir vantreystu valdinu og vildu ekki aðeins deila því niður því heldur voru þeir staðráðnir í að ganga þannig frá málunum að engin grein valdsins gæti ríkt yfir annarri og í ákvörðunum í öllum málum væru innbyggð takmörk og jafnvægi (checks and balances, á ensku) milli valda þriggja. Það má halda að kerfi þar sem jafnvægi og takmörk eru tryggð í öllum málum sé seinvirkt og óskilvirkt. En það er yfirleitt aðeins tilfellið meðan kerfið er að venjast. Von bráðar vita handhafar hvers valds nákvæmlega hvar takmörk valds þeirra liggja og hvers jafnvægis þeir verða að gæta. Þegar takmörkin eru skýr þá er sjaldnar farið of langt og þegar jafnvægis er gætt þá er yfirleitt lítil óánægja með ákvarðanatökuna. Þrískipting valdsins er ekki háð því hvort forseti skipar stjórn eins og í Bandaríkjunum eða hvort þing kjósi forsætisráðherra eins og í þingræði sem við höfum á Íslandi. Hins vegar krefst góð þrískipting valdsins þess að forsætisráðherra og stjórn sitji ekki á þingi. Það eru mjög greinileg ákvæði um þetta í bandarísku stjórnarskránni og reynsla Íslendinga sýnir að framkvæmdavaldið getur auðveldlega borið löggjafarvaldið ofurliði. Þess er óskandi að íslenskt stjórnlagaþing nái að skrifa nýja stjórnarskrá þar sem þrískipting valdsins er tryggð og jafnvægi og takmörk byggð inn í alla beitingu á hinu þrískipta valdi. Hin nýja stjórnarskrá gæti orðið til fyrirmyndar um mannréttindaákvæði, ákvæði um löghelgi persónulegra upplýsinga sem ná líka til líffræðilegra og erfðafræðilegra upplýsinga og ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnvalda á tölvuöld. Endalega skiptir mestu máli hvernig hin nýja stórnarskrá virkar í framkvæmd. Það sem ef til vill skiptir mestu í samfélaginu er hvort lýðræði er ástundað á öllum stigum samfélagsins og hvort nemendum séu kenndar lýðræðislegar aðferðir á öllum þrepum skólakerfisins. Íslendingar hafa talið sig búa við lýðræðislegar hefðir en reynsla undarfarins árs bendir til þess að lýðræðisþróun samfélagsins hafi ekki verið jafn mikil og við töldum. Lýðræði með jafnvægi og takmörkunum býður upp að samkomulag um mörg mál og þau mál sem þarf að greiða atkvæði um eru oftast í minnihluta. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar efnahagshrunsins hefur ríkisstjórn Íslands lagt fram lög um stjórnlagaþing sem hefði það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið. Það er eðlilegt að taka mið af stjórnarskrám annarra landa við samningu nýrrar stjórnarskrár. Eitt atriði sem oft er bent á er að þrískipting valdsins sem er aðalatriði í mörgum stjórnarskrám hafi skort á Íslandi og það hafi að einhverju leyti leitt til hrunsins. Í stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1789 er gert ráð fyrir þrískiptingu valdsins í framkvæmdavald sem er falið forsetanum, löggjafarvald sem þingið ræður og dómsvald sem dómskerfið fer með og hægt er að áfrýja allt til hæstaréttar. Það voru gildar ástæður fyrir þessari þrískiptingu. Þeir sem sömdu stjórnarskrána höfðu búið við ofríki konungs sem ríkti með hervaldi og beitti þingi og dómurum til að kúga nýlendur sínar. Þeir vantreystu valdinu og vildu ekki aðeins deila því niður því heldur voru þeir staðráðnir í að ganga þannig frá málunum að engin grein valdsins gæti ríkt yfir annarri og í ákvörðunum í öllum málum væru innbyggð takmörk og jafnvægi (checks and balances, á ensku) milli valda þriggja. Það má halda að kerfi þar sem jafnvægi og takmörk eru tryggð í öllum málum sé seinvirkt og óskilvirkt. En það er yfirleitt aðeins tilfellið meðan kerfið er að venjast. Von bráðar vita handhafar hvers valds nákvæmlega hvar takmörk valds þeirra liggja og hvers jafnvægis þeir verða að gæta. Þegar takmörkin eru skýr þá er sjaldnar farið of langt og þegar jafnvægis er gætt þá er yfirleitt lítil óánægja með ákvarðanatökuna. Þrískipting valdsins er ekki háð því hvort forseti skipar stjórn eins og í Bandaríkjunum eða hvort þing kjósi forsætisráðherra eins og í þingræði sem við höfum á Íslandi. Hins vegar krefst góð þrískipting valdsins þess að forsætisráðherra og stjórn sitji ekki á þingi. Það eru mjög greinileg ákvæði um þetta í bandarísku stjórnarskránni og reynsla Íslendinga sýnir að framkvæmdavaldið getur auðveldlega borið löggjafarvaldið ofurliði. Þess er óskandi að íslenskt stjórnlagaþing nái að skrifa nýja stjórnarskrá þar sem þrískipting valdsins er tryggð og jafnvægi og takmörk byggð inn í alla beitingu á hinu þrískipta valdi. Hin nýja stjórnarskrá gæti orðið til fyrirmyndar um mannréttindaákvæði, ákvæði um löghelgi persónulegra upplýsinga sem ná líka til líffræðilegra og erfðafræðilegra upplýsinga og ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnvalda á tölvuöld. Endalega skiptir mestu máli hvernig hin nýja stórnarskrá virkar í framkvæmd. Það sem ef til vill skiptir mestu í samfélaginu er hvort lýðræði er ástundað á öllum stigum samfélagsins og hvort nemendum séu kenndar lýðræðislegar aðferðir á öllum þrepum skólakerfisins. Íslendingar hafa talið sig búa við lýðræðislegar hefðir en reynsla undarfarins árs bendir til þess að lýðræðisþróun samfélagsins hafi ekki verið jafn mikil og við töldum. Lýðræði með jafnvægi og takmörkunum býður upp að samkomulag um mörg mál og þau mál sem þarf að greiða atkvæði um eru oftast í minnihluta. Höfundur er prófessor.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun