Jafnvægi og takmörk 26. maí 2009 05:00 Í kjölfar efnahagshrunsins hefur ríkisstjórn Íslands lagt fram lög um stjórnlagaþing sem hefði það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið. Það er eðlilegt að taka mið af stjórnarskrám annarra landa við samningu nýrrar stjórnarskrár. Eitt atriði sem oft er bent á er að þrískipting valdsins sem er aðalatriði í mörgum stjórnarskrám hafi skort á Íslandi og það hafi að einhverju leyti leitt til hrunsins. Í stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1789 er gert ráð fyrir þrískiptingu valdsins í framkvæmdavald sem er falið forsetanum, löggjafarvald sem þingið ræður og dómsvald sem dómskerfið fer með og hægt er að áfrýja allt til hæstaréttar. Það voru gildar ástæður fyrir þessari þrískiptingu. Þeir sem sömdu stjórnarskrána höfðu búið við ofríki konungs sem ríkti með hervaldi og beitti þingi og dómurum til að kúga nýlendur sínar. Þeir vantreystu valdinu og vildu ekki aðeins deila því niður því heldur voru þeir staðráðnir í að ganga þannig frá málunum að engin grein valdsins gæti ríkt yfir annarri og í ákvörðunum í öllum málum væru innbyggð takmörk og jafnvægi (checks and balances, á ensku) milli valda þriggja. Það má halda að kerfi þar sem jafnvægi og takmörk eru tryggð í öllum málum sé seinvirkt og óskilvirkt. En það er yfirleitt aðeins tilfellið meðan kerfið er að venjast. Von bráðar vita handhafar hvers valds nákvæmlega hvar takmörk valds þeirra liggja og hvers jafnvægis þeir verða að gæta. Þegar takmörkin eru skýr þá er sjaldnar farið of langt og þegar jafnvægis er gætt þá er yfirleitt lítil óánægja með ákvarðanatökuna. Þrískipting valdsins er ekki háð því hvort forseti skipar stjórn eins og í Bandaríkjunum eða hvort þing kjósi forsætisráðherra eins og í þingræði sem við höfum á Íslandi. Hins vegar krefst góð þrískipting valdsins þess að forsætisráðherra og stjórn sitji ekki á þingi. Það eru mjög greinileg ákvæði um þetta í bandarísku stjórnarskránni og reynsla Íslendinga sýnir að framkvæmdavaldið getur auðveldlega borið löggjafarvaldið ofurliði. Þess er óskandi að íslenskt stjórnlagaþing nái að skrifa nýja stjórnarskrá þar sem þrískipting valdsins er tryggð og jafnvægi og takmörk byggð inn í alla beitingu á hinu þrískipta valdi. Hin nýja stjórnarskrá gæti orðið til fyrirmyndar um mannréttindaákvæði, ákvæði um löghelgi persónulegra upplýsinga sem ná líka til líffræðilegra og erfðafræðilegra upplýsinga og ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnvalda á tölvuöld. Endalega skiptir mestu máli hvernig hin nýja stórnarskrá virkar í framkvæmd. Það sem ef til vill skiptir mestu í samfélaginu er hvort lýðræði er ástundað á öllum stigum samfélagsins og hvort nemendum séu kenndar lýðræðislegar aðferðir á öllum þrepum skólakerfisins. Íslendingar hafa talið sig búa við lýðræðislegar hefðir en reynsla undarfarins árs bendir til þess að lýðræðisþróun samfélagsins hafi ekki verið jafn mikil og við töldum. Lýðræði með jafnvægi og takmörkunum býður upp að samkomulag um mörg mál og þau mál sem þarf að greiða atkvæði um eru oftast í minnihluta. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar efnahagshrunsins hefur ríkisstjórn Íslands lagt fram lög um stjórnlagaþing sem hefði það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið. Það er eðlilegt að taka mið af stjórnarskrám annarra landa við samningu nýrrar stjórnarskrár. Eitt atriði sem oft er bent á er að þrískipting valdsins sem er aðalatriði í mörgum stjórnarskrám hafi skort á Íslandi og það hafi að einhverju leyti leitt til hrunsins. Í stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1789 er gert ráð fyrir þrískiptingu valdsins í framkvæmdavald sem er falið forsetanum, löggjafarvald sem þingið ræður og dómsvald sem dómskerfið fer með og hægt er að áfrýja allt til hæstaréttar. Það voru gildar ástæður fyrir þessari þrískiptingu. Þeir sem sömdu stjórnarskrána höfðu búið við ofríki konungs sem ríkti með hervaldi og beitti þingi og dómurum til að kúga nýlendur sínar. Þeir vantreystu valdinu og vildu ekki aðeins deila því niður því heldur voru þeir staðráðnir í að ganga þannig frá málunum að engin grein valdsins gæti ríkt yfir annarri og í ákvörðunum í öllum málum væru innbyggð takmörk og jafnvægi (checks and balances, á ensku) milli valda þriggja. Það má halda að kerfi þar sem jafnvægi og takmörk eru tryggð í öllum málum sé seinvirkt og óskilvirkt. En það er yfirleitt aðeins tilfellið meðan kerfið er að venjast. Von bráðar vita handhafar hvers valds nákvæmlega hvar takmörk valds þeirra liggja og hvers jafnvægis þeir verða að gæta. Þegar takmörkin eru skýr þá er sjaldnar farið of langt og þegar jafnvægis er gætt þá er yfirleitt lítil óánægja með ákvarðanatökuna. Þrískipting valdsins er ekki háð því hvort forseti skipar stjórn eins og í Bandaríkjunum eða hvort þing kjósi forsætisráðherra eins og í þingræði sem við höfum á Íslandi. Hins vegar krefst góð þrískipting valdsins þess að forsætisráðherra og stjórn sitji ekki á þingi. Það eru mjög greinileg ákvæði um þetta í bandarísku stjórnarskránni og reynsla Íslendinga sýnir að framkvæmdavaldið getur auðveldlega borið löggjafarvaldið ofurliði. Þess er óskandi að íslenskt stjórnlagaþing nái að skrifa nýja stjórnarskrá þar sem þrískipting valdsins er tryggð og jafnvægi og takmörk byggð inn í alla beitingu á hinu þrískipta valdi. Hin nýja stjórnarskrá gæti orðið til fyrirmyndar um mannréttindaákvæði, ákvæði um löghelgi persónulegra upplýsinga sem ná líka til líffræðilegra og erfðafræðilegra upplýsinga og ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnvalda á tölvuöld. Endalega skiptir mestu máli hvernig hin nýja stórnarskrá virkar í framkvæmd. Það sem ef til vill skiptir mestu í samfélaginu er hvort lýðræði er ástundað á öllum stigum samfélagsins og hvort nemendum séu kenndar lýðræðislegar aðferðir á öllum þrepum skólakerfisins. Íslendingar hafa talið sig búa við lýðræðislegar hefðir en reynsla undarfarins árs bendir til þess að lýðræðisþróun samfélagsins hafi ekki verið jafn mikil og við töldum. Lýðræði með jafnvægi og takmörkunum býður upp að samkomulag um mörg mál og þau mál sem þarf að greiða atkvæði um eru oftast í minnihluta. Höfundur er prófessor.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun