Mansalsskýrslan 10. desember 2009 06:00 Nú í september kynnti Rauði kross Íslands rannsókn sína um mansal á Íslandi sem unnin var í samstarfi við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK). Niðurstöðurnar eru sláandi, enda í fyrsta sinn sem teknar eru saman markvissar upplýsingar um eðli og umfang mansals hérlendis. Tilviljun ein réð því að skömmu síðar komst upp um mansalsmál á Suðurnesjum sem tók af allan vafa um að slíkt tíðkaðist hér og væri hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Konur og karlar geta jafnt verið fórnarlömb mansals, en þó er munur á eðli þeirra mála eins og kemur fram í skýrslu Rauða krossins Mansal - líka á Íslandi. Konurnar eru nær undantekningalaust einnig fórnarlömb kynbundins ofbeldis og lenda í slæmum aðstæðum vegna kynferðis síns. Rauði kross Íslands er ein af mörgum félagasamtökum sem standa að sextán daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Það er trú mín að mansalsrannsóknin sé veigamikill hlekkur í því að styrkja stöðu fórnarlamba mansals og kynbundins ofbeldis, og stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að tryggja betur viðeigandi þjónustu, vernd og stuðning. Reynsla annarra þjóða sýnir að eftir því sem málefnum fórnarlamba er gefinn meiri gaumur og þekking á þeim eykst fleiri koma fleiri mál upp á yfirborðið. Þegar lönd hafa fullgilt alþjóðlega samninga sem vinna að því að uppræta mansal leita fleiri fórnarlömb sér aðstoðar. Fórnarlömb mansals eru oftar en ekki flækt inn í mál sem brotamenn - með því til að mynda að starfa ólöglega í landinu og vinna við ólöglega iðju. Oft þarf því mikið til að þessir einstaklingar leiti sér hjálpar hjá opinberum aðilum í viðkomandi ríkjum. Með rannsókn Rauða krossins í samstarfi við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum hefur verið lagður mikilvægur grunnur að því að koma fórnarlömbum mansals til hjálpar. Þetta er þó aðeins fyrsta skrefið í átt að því að uppræta mansal á Íslandi. Þýðingarmikið er að gangast við því að vandamálið sé til hér á landi og að okkur beri sem þjóð að aðstoða fórnarlömbin. Jafnframt verði lögum og reglum komið yfir þá sem með hótunum, valdbeitingu eða annars konar nauðung útvega fólk í því skyni að notfæra sér það. Höfundur er formaður Rauða kross Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú í september kynnti Rauði kross Íslands rannsókn sína um mansal á Íslandi sem unnin var í samstarfi við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK). Niðurstöðurnar eru sláandi, enda í fyrsta sinn sem teknar eru saman markvissar upplýsingar um eðli og umfang mansals hérlendis. Tilviljun ein réð því að skömmu síðar komst upp um mansalsmál á Suðurnesjum sem tók af allan vafa um að slíkt tíðkaðist hér og væri hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Konur og karlar geta jafnt verið fórnarlömb mansals, en þó er munur á eðli þeirra mála eins og kemur fram í skýrslu Rauða krossins Mansal - líka á Íslandi. Konurnar eru nær undantekningalaust einnig fórnarlömb kynbundins ofbeldis og lenda í slæmum aðstæðum vegna kynferðis síns. Rauði kross Íslands er ein af mörgum félagasamtökum sem standa að sextán daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Það er trú mín að mansalsrannsóknin sé veigamikill hlekkur í því að styrkja stöðu fórnarlamba mansals og kynbundins ofbeldis, og stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að tryggja betur viðeigandi þjónustu, vernd og stuðning. Reynsla annarra þjóða sýnir að eftir því sem málefnum fórnarlamba er gefinn meiri gaumur og þekking á þeim eykst fleiri koma fleiri mál upp á yfirborðið. Þegar lönd hafa fullgilt alþjóðlega samninga sem vinna að því að uppræta mansal leita fleiri fórnarlömb sér aðstoðar. Fórnarlömb mansals eru oftar en ekki flækt inn í mál sem brotamenn - með því til að mynda að starfa ólöglega í landinu og vinna við ólöglega iðju. Oft þarf því mikið til að þessir einstaklingar leiti sér hjálpar hjá opinberum aðilum í viðkomandi ríkjum. Með rannsókn Rauða krossins í samstarfi við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum hefur verið lagður mikilvægur grunnur að því að koma fórnarlömbum mansals til hjálpar. Þetta er þó aðeins fyrsta skrefið í átt að því að uppræta mansal á Íslandi. Þýðingarmikið er að gangast við því að vandamálið sé til hér á landi og að okkur beri sem þjóð að aðstoða fórnarlömbin. Jafnframt verði lögum og reglum komið yfir þá sem með hótunum, valdbeitingu eða annars konar nauðung útvega fólk í því skyni að notfæra sér það. Höfundur er formaður Rauða kross Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar