Mansalsskýrslan 10. desember 2009 06:00 Nú í september kynnti Rauði kross Íslands rannsókn sína um mansal á Íslandi sem unnin var í samstarfi við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK). Niðurstöðurnar eru sláandi, enda í fyrsta sinn sem teknar eru saman markvissar upplýsingar um eðli og umfang mansals hérlendis. Tilviljun ein réð því að skömmu síðar komst upp um mansalsmál á Suðurnesjum sem tók af allan vafa um að slíkt tíðkaðist hér og væri hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Konur og karlar geta jafnt verið fórnarlömb mansals, en þó er munur á eðli þeirra mála eins og kemur fram í skýrslu Rauða krossins Mansal - líka á Íslandi. Konurnar eru nær undantekningalaust einnig fórnarlömb kynbundins ofbeldis og lenda í slæmum aðstæðum vegna kynferðis síns. Rauði kross Íslands er ein af mörgum félagasamtökum sem standa að sextán daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Það er trú mín að mansalsrannsóknin sé veigamikill hlekkur í því að styrkja stöðu fórnarlamba mansals og kynbundins ofbeldis, og stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að tryggja betur viðeigandi þjónustu, vernd og stuðning. Reynsla annarra þjóða sýnir að eftir því sem málefnum fórnarlamba er gefinn meiri gaumur og þekking á þeim eykst fleiri koma fleiri mál upp á yfirborðið. Þegar lönd hafa fullgilt alþjóðlega samninga sem vinna að því að uppræta mansal leita fleiri fórnarlömb sér aðstoðar. Fórnarlömb mansals eru oftar en ekki flækt inn í mál sem brotamenn - með því til að mynda að starfa ólöglega í landinu og vinna við ólöglega iðju. Oft þarf því mikið til að þessir einstaklingar leiti sér hjálpar hjá opinberum aðilum í viðkomandi ríkjum. Með rannsókn Rauða krossins í samstarfi við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum hefur verið lagður mikilvægur grunnur að því að koma fórnarlömbum mansals til hjálpar. Þetta er þó aðeins fyrsta skrefið í átt að því að uppræta mansal á Íslandi. Þýðingarmikið er að gangast við því að vandamálið sé til hér á landi og að okkur beri sem þjóð að aðstoða fórnarlömbin. Jafnframt verði lögum og reglum komið yfir þá sem með hótunum, valdbeitingu eða annars konar nauðung útvega fólk í því skyni að notfæra sér það. Höfundur er formaður Rauða kross Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú í september kynnti Rauði kross Íslands rannsókn sína um mansal á Íslandi sem unnin var í samstarfi við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK). Niðurstöðurnar eru sláandi, enda í fyrsta sinn sem teknar eru saman markvissar upplýsingar um eðli og umfang mansals hérlendis. Tilviljun ein réð því að skömmu síðar komst upp um mansalsmál á Suðurnesjum sem tók af allan vafa um að slíkt tíðkaðist hér og væri hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Konur og karlar geta jafnt verið fórnarlömb mansals, en þó er munur á eðli þeirra mála eins og kemur fram í skýrslu Rauða krossins Mansal - líka á Íslandi. Konurnar eru nær undantekningalaust einnig fórnarlömb kynbundins ofbeldis og lenda í slæmum aðstæðum vegna kynferðis síns. Rauði kross Íslands er ein af mörgum félagasamtökum sem standa að sextán daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Það er trú mín að mansalsrannsóknin sé veigamikill hlekkur í því að styrkja stöðu fórnarlamba mansals og kynbundins ofbeldis, og stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að tryggja betur viðeigandi þjónustu, vernd og stuðning. Reynsla annarra þjóða sýnir að eftir því sem málefnum fórnarlamba er gefinn meiri gaumur og þekking á þeim eykst fleiri koma fleiri mál upp á yfirborðið. Þegar lönd hafa fullgilt alþjóðlega samninga sem vinna að því að uppræta mansal leita fleiri fórnarlömb sér aðstoðar. Fórnarlömb mansals eru oftar en ekki flækt inn í mál sem brotamenn - með því til að mynda að starfa ólöglega í landinu og vinna við ólöglega iðju. Oft þarf því mikið til að þessir einstaklingar leiti sér hjálpar hjá opinberum aðilum í viðkomandi ríkjum. Með rannsókn Rauða krossins í samstarfi við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum hefur verið lagður mikilvægur grunnur að því að koma fórnarlömbum mansals til hjálpar. Þetta er þó aðeins fyrsta skrefið í átt að því að uppræta mansal á Íslandi. Þýðingarmikið er að gangast við því að vandamálið sé til hér á landi og að okkur beri sem þjóð að aðstoða fórnarlömbin. Jafnframt verði lögum og reglum komið yfir þá sem með hótunum, valdbeitingu eða annars konar nauðung útvega fólk í því skyni að notfæra sér það. Höfundur er formaður Rauða kross Íslands.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun