Erlent

Skipulögðu sjálfsvígsárás

Hryðjuverkin í Madrid.
Hryðjuverkin í Madrid.

Ellefu manns voru sakfelldir á Spáni fyrir að hafa skipulagt sjálfsvígsárásir, sem hefðu orðið þær fyrstu í landinu.

Mennirnir, sem eru frá Pakistan og Indlandi, fengu allt að 14 ára dóm.

Lögreglan á Spáni komst á snoðir um áformin í janúar 2008 eftir að einn úr hópnum hætti við að sprengja sjálfan sig í loft upp og kjaftaði frá.

Áformin snerust um að sprengja sprengjur í jarðlestakerfi Barcelonaborgar.

Árið 2004 urðu hryðjuverkamenn nærri 200 manns að bana með árásum á almenningssamgöngukerfið í Madrid.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×