Erlent

Hitabeltisstormurinn Mick fór yfir Fiji

Þrír eru látnir í það minnsta á eyjunni Viti Levu, sem er stærsta eyja Fiji eyjaklasans í Kyrrahafinu, eftir að hitabeltisstormurinn Mick fór þar um. Rafmagnslaust er á eyjunum og þurftu þúsundir eyjaskegga að flýja heimili sín og í sérstök stormskýli. Miklir vatnavextir fylgdu veðrinu en Mick er fyristi stormur sumarsins sem er nýgengið í garð á þessum slóðum. Mick stefnir nú hraðbyri að eyjunni Tonga þar sem menn búa sig undir hið versta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×