Erlent

Kyoto verður áfram leiðarljós í Kaupmannahöfn

Óli Tynes skrifar

Þróunarlöndin hafa snúið aftur að samningaborðinu í Kaupmannahöfn en fulltrúar þeirra gengu út af loftslagsráðstefnunni í gær.

Ágreiningsefnið var að þróunarlöndunum fannst um of vikið frá Kyoto sáttmálanum. Samkvæmt honum eru ríku löndin bundin af loforðum um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það eru þróunarlöndin hinsvegar ekki.

Þróunarlöndin vilja fá loforð ríku þjóðanna um aðstoð við þau upp á borðið strax. Ríku löndin hafa hinsvegar veigrað sér við að gefa loforð fyrr en fyrir liggur  hvað þróunarlöndin ætla að leggja af mörkum.

Vandamálið er að nú líður að lokum ráðstefnunnar og hvert land fyrir sig gerir það sem það getur til þess að komast sem ódýrast frá öllu saman.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×