Erlent

Segir Obama blekkja araba

Ayman Al Zawahri Engar hótanir að þessu sinni.nordicphotos/AFP
Ayman Al Zawahri Engar hótanir að þessu sinni.nordicphotos/AFP

Ayman Al Zawahri, sem enn er talinn vera næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al Kaída, segir Barack Obama Bandaríkjaforseta reyna að slá ryki í augu araba með yfirlýsingum um að hann ætli að reyna að koma friðarviðræðum af stað fyrir botni Miðjarðarhafs.

Al Zawahri segir einnig að samtökin muni ekki gleyma föngunum í Guantanamo á Kúbu, þar á meðal fjórum föngum sem taldir eru hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001.

Þetta kemur fram í nýju ávarpi Al Zawahris, sem að þessu sinni hafði engar hótanir í frammi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×