Innlent

Flutti inn fyrsta bardagabúrið

Í viðbragðsstöðu Jón Viðar við búrið sem sett var upp í síðustu viku.
Fréttablaðið/GVA
Í viðbragðsstöðu Jón Viðar við búrið sem sett var upp í síðustu viku. Fréttablaðið/GVA

íþróttir Fyrsta bardagabúrið sem ætlað er til æfinga í blönduðum bardagaíþróttum hefur verið flutt til landsins af félaginu Mjölni.

„Þetta snýst aðallega um öryggi,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður félagsins. Búrinu, sem er átthyrnt, er ætlað að forða mönnum frá því að reka sig utan í veggi og fólk við æfingarnar.

Mikill áhugi er á bardaga­íþróttum og hefur félagsmönnum Mjölnis fjölgað mikið. Því var farið í að stækka æfingasal Mjölnis úr 130 fermetrum upp í 330. Sáu félagsmenn Mjölnis sjálfir um endurbæturnar.

- sg /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×