Innlent

Orkuver ræst í Elliðaárdalnum

Í Toppstöðinni Hanna Birna Kristjánsdóttir opnaði nýja frumkvöðlasetrið.
Í Toppstöðinni Hanna Birna Kristjánsdóttir opnaði nýja frumkvöðlasetrið.
Nýtt frumkvöðlasetur var opnað í aflagðri rafveitubyggingu í Elliðaárdal í gær. Setrið er nefnt eftir húsinu sjálfu sem heitið hefur Toppstöðin. Að því er kemur fram í tilkynningu verður í setrinu orkuver hugvits og verkþekkingar rekið af félagasamtökunum Toppstöðinni og hafi að markmiði að styðja við nýsköpun á sviði framleiðslu og hönnunar og auka tengsl milli hönnunargreina og iðngreina. „Toppstöðin mun á komandi mánuðum byggja upp öflugt starf með fjölbeyttri dagskrá, fyrirlestrum, vinnustofum, námskeiðum og þróunarverkefnum,“ segir í kynningu. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×