Enski boltinn

Alonso: Verðum að vinna alla leikina

Nordic Photos/Getty Images

Liverpool verður að vinna alla sex leikina sem eftir eru í ensku úrvalsdeildinni ef liðið á að eiga möguleika á að vinna titilinn. Þetta segir miðjumaðurinn Xabi Alonso í samtali við Liverpool Echo.

"Það eru sex deildarleikir eftir að við höfum ekki efni á að tapa einu einasta stigi ef við ætlum okkur að eiga möguleika á titlinum, því United hefur enn forskot á okkur og við viljum reyna að vinna það upp," sagði Spánverjinn.

Liverpool tekur á móti Arsenal í stórleik umferðarinnar í kvöld og það gæti orðið einn erfiðasti leikur liðsins á lokasprettinum.

"Það verður ekki auðvelt að vinna deildina en ef við klárum okkar leiki, eigum við möguleika," sagði Alonso.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×