Erlent

Merki heyrast frá flugritum Air France

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Flugvél af gerðinni Airbus A330, eins og sú sem fórst.
Flugvél af gerðinni Airbus A330, eins og sú sem fórst.

Björgunaraðilar á vettvangi Air France-slyssins í Atlantshafi hafa nú numið merki frá flugritum vélarinnar, hinum svonefndu svörtu kössum. Franska dagblaðið Le Monde greindi frá þessu á vefsíðu sinni í morgun en talsmenn Air France vilja þó ekki staðfesta fregnirnar. Le Monde segir skip á vegum franska sjóhersins hafa numið dauft merki í gær og hafi ómannaður fjarstýrður kafbátur verið sendur niður á hafsbotn til að reyna að staðsetja flugritana en þeir gætu gefið veigamiklar vísbendingar um hvað hafi farið úrskeiðis áður en vélin hrapaði í sjóinn 1. júní síðastliðinn með 228 manns innanborðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×