Erlent

Hættulegur mafíósi handtekinn

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Mafían er talin stórhættuleg.
Mafían er talin stórhættuleg.
Ítalski mafíósinn Salvatore Miceli var handtekinn í Venesúela eftir að hafa verið á flótta frá réttvísinni síðan 2001. Miceli var á lista ítölsku lögreglunnar yfir þrjátíu hættulegustu menn landsins.

Hann er grunaður um að hafa verið tengiliður sikileysku mafíunnar við eiturlyfjahringa í Kólumbíu. Fylgst hafði verið með ferðum Miceli í þrjá sólarhringa áður en hann var gómaður í höfuðborg landsins Caracas.

Handtaka Miceli er enn eitt kjaftshöggið sem lögregluyfirvöld veita ítölsku mafíunni, en undanfarin ár hafa ýmsir hátt settir glæpaforingjar verið handteknir. Má þar helst nefna „foringja foringjanna," Bernardo Provenzano, árið 2006 og arftaka hans Salvatore Lo Piccolo árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×