Erlent

Aðalsjúkrahús Gaza hefur ekki lengur undan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Háskóli í Gaza-borg rjúkandi rústir eftir loftárás Ísraelsmanna.
Háskóli í Gaza-borg rjúkandi rústir eftir loftárás Ísraelsmanna.

Aðalsjúkrahús Gaza-borgar hefur ekki lengur undan að taka við særðum Palestínumönnum og margir deyja áður en læknar komast þeim til aðstoðar. Þetta segir Erik Fosse, norskur læknir sem þar starfar, í samtali við CNN.

Fosse áætlar að af þeim rúmlega 500 sem fallnir eru,sé yfir fimmtungur börn sem táknar að þau séu yfir 100. Hann segir tölu látinna fara ört hækkandi eftir því sem átökin færist meira inn í borgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×