Innlent

Hagsmunasamtökin undrast dóm

Hagsmunasmtök heimilanna undrast mjög þann dóm Héraðsdóms Reykjavíkur nýverið, að fjármögnunarfyrirtæki hafi verið heimilt að gefa út skuldabréf, tilgreint í íslenskum krónum, með gengistryggingu við erlenda gjaldmiðla. Í tilkynningu samtakanna er vísað í lagagrein þar sem segir að lán tilgreind í íslenskum krónum til innlendra aðila megi aðeins verðbinda við vísitölu neysluverðs og ekkert annað. Segja samtök heimilanna að dómarinn hafi engan gaum gefið þeirri meginkröfu verjanda, að lögmæti samningsins yrði skoðað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×