Erlent

Of horuð ungbörn líklegri til að greinast síðar með sykursýki

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Barn með sykursýki sprautar sig með insúlíni.
Barn með sykursýki sprautar sig með insúlíni. MYND/Wordpress.com

Ungbörn sem eru of horuð eru líklegri til að greinast með sykursýki síðar á ævinni en þau sem eru of feit.

Þessi tíðindi eru vafalítið í hreinni andstöðu við það sem að minnsta kosti flestir leikmenn myndu telja en þrátt fyrir það stendur dr. Donald Yarbrough á því fastar en fótunum í skýrslu, sem birtist í nýjasta tölublaði Journal of the American Medical Association, að þetta sé einmitt tilfellið.

Börn sem eru undir meðallagi í þyngd við fæðingu eru samkvæmt skýrslu Yarbrough líklegri til að greinast síðar á ævinni með sykursýki af tegund tvö en þar er um svokallaða insúlínóháða sykursýki að ræða. Sú tegund ræðst frekar á fullorðið fólk og einkum þá sem hafa sterka ættarsögu um sjúkdóminn.

Í Bandaríkjunum þjást 95 prósent sykursjúkra af tegund tvö en þar í landi eru tæplega 24 milljónir manna, 7,8 prósent þjóðarinnar, haldnar sykursýki af annarri hvorri gerðinni. Skýrslan dregur vatn úr brunni 30 rannsókna sem náðu til rúmlega 150 þúsund einstaklinga alls í Evrópu, Bandaríkjunum, Indlandi, Kína og Japan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×