Erlent

Rændu herstöð

Danskir hermenn í þjálfun.
Danskir hermenn í þjálfun.

Danska lögreglan leitar enn manna sem rændu í herstöð í Slagelse aðfaranótt sunnudags. Þrír menn réðust inn í herstöðina, yfirbuguðu vaktmann og höfðu á brott með sér vopns og skotfæri sem átti að flytja til danskra hermanna í Afganistan í lok mánaðarins.

Danska lögreglan rannskar málið og segir allt benda til þess að ræningjarnir hafi þekkt vel til herstöðvarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem dönsk herstöð hefur verið rænd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×