Erlent

Skutu með hríðskotabyssum á lögreglu

Grískir óeirðalögreglumenn.
Grískir óeirðalögreglumenn.

Grískur óeirðalögreglumaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Aþenu eftir að tveir menn skutu með hríðskotabyssum á lögreglusveit sem var að gæta stjórnarbyggingar í miðborginni í nótt. Árásarmannanna er enn leitað. Engin samtök eða hreyfing hafa lýst árásinni á hendur sér.

Ekki er vitað með vissu hvort hún tengist mánaðalögnum átökum lögreglu og mótmælendur sem hófust eftir að unglispiltur féll fyrir byssukúlum lögreglumanna. Lögregla segir þó árásina minna á þegar skotið var á rútu fulla af óeirðalögreglumönnum á Þorláksmessu. Ný samtök aðgerðasinna lýstu þeirri árás á hendur sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×