Enski boltinn

Howard hafði ekki varið víti fyrir Everton

Howard sést hér verja arfaslaka vítaspyrnu Dimitar Berbatov
Howard sést hér verja arfaslaka vítaspyrnu Dimitar Berbatov AFP

Bandaríski markvörðurinn Tim Howard hjá Everton hefur gefið það upp að hann hafi skoðað vítaspyrnur Manchester United átta ár aftur í tímann fyrir undanúrslitaleikinn í enska bikarnum í dag ef ske kynni að leikurinn færi í vítakeppni.

Sú varð rauninn eins og flestir vita og það var fyrrum United-markvörðurinn sem reyndist hetja Everton þegar hann varði tvær af spyrnum United í vítakeppninni.

Howard sá við bæði Dimitar Berbatov og Rio Ferdinand og tryggði Everton sigurinn.

"Tæknin er svo ótrúleg í dag. Ég undirbjó mig undir vítakeppni með því að skoða víti United einhver átta ár aftur í tímann. Ég reyndi að vera bara þolinmóður, en auðvitað hefur þetta eitthvað með heppni að gera líka. Ég man ekki til þess að ég hafi varið víti síðan ég kom til Everton, svo ég hef líklega verið að spara það þangað til tilefnið var nógu stórt," sagði Bandaríkjamaðurinn ánægður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×