Erlent

Fjórtán ára í haldi vegna hnífsstungu

Frá London. Myndin tengist ekki fréttinni.
Frá London. Myndin tengist ekki fréttinni.
Fjórtán ára drengur hefur verið handtekinn vegna hnífsstungu sem átti sér stað í Isleworth í vestur Lundúnum. Fórnarlambið, sem talið er vera fimmtán eða sextán ára, fannst við South Street í Isleworth og liggur nú þungt haldið á spítala.

Fórnarlambið fannst rétt fyrir fimm í dag en talið er að það hafi verið stungið margoft í efri hluta líkamans. Lögreglu grunar að árásin hafi átt sér stað við innganginn á hinum svokallaða Redless garði við Twickenham Road.

Sá grunaði er nú í yfirheyrslum hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×