Erlent

ESB gengur á milli í gasdeilunni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Höfuðstöðvar Gazprom í Moskvu.
Höfuðstöðvar Gazprom í Moskvu.

Evrópusambandið hefur nú gerst milligönguaðili í gasdeilunni sem staðið hefur milli Rússa og Úkraínumanna.

Orkumálaráðherra sambandsins og iðnaðarráðherra Tékklands munu í dag eiga fund með yfirmönnum gasfélaganna Gazprom og Naftogaz en í gær var alveg lokað fyrir gasflutninga gegnum Úkraínu og eru Rússar og Úkraínumenn ekki á eitt sáttir um hvorir þeirra hafi verið þar að verki. Neyðarástand ríkir nú í nokkrum Evrópulöndum þar sem fimbulkuldi og gasskortur leggjast á eitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×