Innlent

Nauðsynlegt að flytja vistfólk af Seli á Kristnesspítala

Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að nauðsynlegt hafi verið að flytja vistfólk úr einbýli á Dvalarheimilinu Seli á Akureyri í tvíbýli á Kristnesspítala. Heilbrigðisráðherra segir það stefnu stjórnvalda að sem flestir vistmenn elli- og hjúkrunarheimila búi í einbýli.

Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að sex aldraðir vistmenn á Seli á Akureyri, voru fluttur úr einbýlisherhergjum sínum þar yfir í tvíbýli á Kristnesspítala og voru margir þeirra mjög ósáttir við þessa flutninga. Í þeim aðgerðum sem heilbrigðisyfirvöld grípa nú til er gert ráð fyrir hagræðingu ýmis konar til að ná niður kostnaði.

Stefna núverandi ríkisstjórnar er að sem flestir íbúar elli- og hjúkrunarheimila geti búið í einbýli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×