Innlent

Fundar um fjárstyrki og hjálparstarf vegna jarðskjálftanna

Frá skjálftasvæðinu í lok maí í fyrra.
Frá skjálftasvæðinu í lok maí í fyrra.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun á morgun greina frá fjárstyrkjum og hjálparstarfi til þeirra sem urðu fyrir tjóni vegna jarðskjálfanna á Suðurlandi 29. maí sem ekki fæst bætt með öðrum hætti. Geir mun greina frá þessu á fundi með blaðamönnum á Selfossi í fyrramálið.

,,Heimild fyrir fjárstyrkjunum fékkst í fjáraukalögum fyrir árið 2008 og á næstu vikum verður hægt að hefjast handa við að greiða þá," segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Auk forsætisráðherra verða á fundinum forystumenn bæjarfélaganna á skjálftasvæðinu, Árborgar, Hveragerðis og Ölfuss. Einnig mæta fulltrúar almannavarnadeildar RLS og Ólafur Örn Haraldsson verkefnisstjóri Þjónustumiðstöðvar vegna jarðskjálfta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×