Erlent

Þriðja Heathrow-flugbrautin væntanleg

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá Heathrow-flugvelli.
Frá Heathrow-flugvelli. MYND/Safegate.com

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, mun á næstu dögum heimila lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvellinum í London en umhverfisverndarsamtök hafa deilt harkalega á þá framkvæmd.

Viðskiptasamfélagið, stéttarfélög og ferðaiðnaðurinn fagna hins vegar framkvæmdinni. Geoff Hoon samgönguráðherra rökstyður ákvörðunina meðal annars með því að Heathrow eigi á hættu að glata stöðu sinni sem lykilflugvöllur breska samveldisins verði ekki af stækkuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×