Innlent

Tjáir sig ekki um öryggismál ráðherra

Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn.
Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn.

Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að embættið vilji engar upplýsingar gefa um öryggismál ráðherra þjóðarinnar.

Það vakti athygli þegar að einn mótmælandi veittist að þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Geir Haarde forsætisráðherra fyrir ríkisstjórnarfund sem haldinn var í alþingishúsinu á þriðjudag. Guðmundur vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Fréttastofu, þegar hann var spurður að því hvort Geir væri enn með öryggisfylgd.

Geir Haarde forsætisráðherra vildi lítið tjá sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann sagðist þó ekki ætla að óska eftir aukinni vernd. Það væri í höndum lögreglunnar að annast öryggismál sín




Tengdar fréttir

Tveir handteknir við Alþingishúsið - myndband

Hópur mótmælenda tók sér stöðu fyrir framan inngang Alþingishússins og reyndu þau að varna ráðherrum inngöngu í húsið í morgun. Um þrjátíu manns tóku þátt í aðgerðinni og gerðu þau tilraun til þess að varna því að að Geir H. Haarde forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kæmust inn. Lögreglumenn aðstoðuðu ráðherrana að lokum við að komast inn í húsið en ríkisstjórnarfundur hófst þar klukkan hálftíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×