Erlent

Þjónustustúlka myrt í vopnuðu ráni

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Denny's veitingastaður
Denny's veitingastaður

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í bandarísku borginni Albuquerque er einn starfsmaður Denny's veitingahúsakeðjunnar látinn eftir vopnað rán í gærmorgun.

Hópur vopnaðra ræningja réðst inn á staðinn um klukkan hálf tíu að staðartíma. Allt að hundrað manns voru inni þegar ránið átti sér stað. Þjónustustúlka var skotin í ráninu og lést af sárum sínum.

Lögregla leitar nú að ræningjunum og hefur að sögn þegar handtekið tvo í tengslum við ránið.

Fleiri en 60 vitni verða yfirheyrð, en talsverðs misræmis gætir í frásögnum þeirra. Til dæmis segjast sumir hafa séð sex ræningja, en aðrir aðeins tvo.

Fréttastofa AP greindi frá þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×