Erlent

Akrópólis-safnið opnað í Grikklandi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Hið nýja og glæsilega safn heldur í byggingarstíl fornaldar, þó útfærslan sé með öllu nýtískuleg.
Hið nýja og glæsilega safn heldur í byggingarstíl fornaldar, þó útfærslan sé með öllu nýtískuleg.

Hið nýja Akrópólis-safn í Aþenu hefur nú loks verið opnað eftir langa bið innfæddra. Byggingin er öll hin nýtískulegasta og stendur við rætur Akrópólishæðarinnar. Byggingin kostaði 130 milljónir evra, eða rúma 23 milljarða króna.

Menningarmálaráðherra landsins, Antonis Samaras, segist vona að hið nýja safn verði Bretum hvati að skila styttum og öðrum grískum listmunum úr British Museum, þar sem þeir hafa verið geymdir frá árinu 1817.

Talsmenn breska þjóðminjasafnsins hafa jafnan neitað að skila mununum því Grikkir hafi ekkert almennilegt safn til að geyma þá á. Gríska ríkisstjórnin vonast til að nýja Akrópólis-safnið leysi þann vanda.

Safnið geymir um 350 styttur og fornminjar sem áður voru í litlu safnhúsi efst á Akrópólishæð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×