Erlent

Japanar spenntir vegna sólmyrkva

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sólmyrkvi sem sást frá Lusaka í Sambíu árið 2001.
Sólmyrkvi sem sást frá Lusaka í Sambíu árið 2001.

Japanar bíða nú spenntir eftir að fylgjast með sólmyrkva sem verður 22. júlí og er sá langvinnasti á þessari öld. Myrkvinn mun sjást vel víðast hvar í Japan og hafa þarlendir fjölmiðlar þegar tekið að senda frá sér leiðbeiningar um hvernig skynsamlegt sé að fylgjast með fyrirbærinu án þess að skaða hornhimnur augnanna en þeir geislar sólarinnar sem sjást, meðan á myrkvanum stendur, eru ægisterkir og geta verið skaðlegir. Einkum er fólk beðið að gæta vel að börnum sínum þar sem sumarfrí séu í skólum og líklegt að mörg börn verði úti við meðan á myrkvanum stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×