Innlent

Sex innbrot í nótt

Bálköstur var kveiktur í nótt á Lækjarorgi.
Bálköstur var kveiktur í nótt á Lækjarorgi.

Alls voru sex innbrot framinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt lögreglunni. Í einu tilvikinu var rúða brotinn á veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Þjófurinn fór svo inn um gluggann og tæmdi sjóðsvél. Þá var einnig farið inn í heimahús í Kópavogi í nótt og tölvuturn tekinn ófrjálsri hendi.

Bálköstur var kveiktur á Lækjartorgi klukkan ellefu í gærkvöldi. Það var byltingahópur háskólanema, Öskur, sem stóð fyrir bálkestinum. Þeir segja bálköstinn hluta af mótmælunum sem hafa verið undanfarnar vikur. Lögreglan segist hafa slökkt eldinn nær samstundis. Enginn var handtekinn vegna málsins.

Þrjár minniháttar likamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar í nótt en lögreglan segir nóttina hafa a öðru leytinu gengið stóráfallalaust fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×