Innlent

Tíu þúsund manns á unglingalandsmóti

Hátt í tíu þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Sauðarkróki. Að sögn mótshaldara hefur allt gengið að óskum. Keppendur eru 1550 og keppt er í níu greinum. Langflestir keppendur eru í knattspyrnu eða hátt í 800 en einnig keppir mikill fjöldi í körfubolta og fjálsum.

Tjaldstæði eru yfirfull á svæðinu og mættu fyrstu gestir mótsins á þriðjudaginn til að tryggja sér stæði. Mótið hófst hins vegar ekki fyrr en í gær.

Sýnt verður frá helstu hátíðum sem fram fara um helgina í kvöldfréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×