Innlent

Afi í átján mánaða fangelsi

Misnotkun. Myndin er sviðsett.
Misnotkun. Myndin er sviðsett.
Hæstiréttur staðfesti átján mánaða fangelsisdóm yfir afa stúlku sem hann misnotaði og braut gróflega gegn trúnaðartrausti hennar. Stúlkan er fædd 1994. Afi stúlkunnar var sakfelldur fyrir að hafa í fjögur skipti þuklað innan- og utanklæða á brjóstum hennar, rassi og kynfærum. Þá strauk hann einnig rass hennar utanklæða.

Misnotkunin stóð yfir frá 2005 - 2006.

Í úrskurði Hæstaréttar Íslands er maðurinn sýknaður af 800 þúsund króna skaðabótakröfu. Ástæðan er sú að maðurinn var búinn að greiða stúlkunni bæturnar og var fallið frá kröfunni af hennar hálfu.

Stúlkan hefur átt við alvarleg geðræn vandamál að stríða eftir misnotkunina.

Dómur mannsins er óskilorðsbundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×