Innlent

Ríkið sjái um hjónavígslur

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2005.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2005.
Ríkið á að sjá um hjónavígslur en trúfélög ákveði sjálf hvaða sambúðarform njóti blessunar hjá sér. Þetta er maðal þess sem segir í drögum að ályktunum um fjölskyldumál sem lögð verður fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins.

Drög að ályktunum fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins hafa verið birt á vef flokksins. Í ályktunardrögum um fjölskyldumál er fjallað um samkynhneigða. Samkvæmt drögunum vilja sjálfstæðismenn breyta hjúskaparlögum og skilgreiningu á hjónabandinu þannig að ein lög gildi bæði fyrir gagnkynhneigða og homma og lesbíur.

Þá segir í drögunum að sjálfstæðismenn telji óeðlilegt að forstöðumenn trúfélaga hafi hjónavígslu sem löggjörning í sínum höndum. Þessu þurfi að breyta. Fólk verði einungis gefið saman í löglegt hjónaband fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins. Trúfélög muni síðan hafa sjálfdæmi um hvers kona sambúðarform njóti blessunar innan vébanda þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×