Erlent

Hætta að birta auglýsingar með Tiger Woods

Nordic Photos / AFP
Forsvarsmenn svissneska úraframleiðandans Tag Heuer hafa tilkynnt að þeir muni hætta birtingu auglýsinga sem notast við ímynd golfarans Tiger Woods.

Úraframleiðandinn hefur lengi notast við Tiger sem eitt af andlitum fyrirtækisins en eftir að umfangsmikið framhjáhald hans komst í hámæli treysta auglýsendur sér illa til að vera bendlaðir við golfarann.

Áður höfðu fyrirtæki eins og Gillette og fleiri tilkynnt um sams konar ráðstafanir.

Meira en 90% af tekjum Tiger Woods á síðasta ári komu frá auglýsinga og kynningarstarfsemi hans. Fréttir af þessu tagi tákna því mikið högg í fjárhag golfarans.

Það er þó huggun harmi gegn að stærsti kostunaraðili Tigers, Nike, ætlar að standa við bakið á sínum manni og halda alla kostunarsamninga sem gerðir hafa verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×