Vildi sviptingu dýrahalds 19. desember 2009 03:00 Aðkoman Á þriðja tug lambshræja, sjö kindahræ, tvö hundshræ í kerru og hluti af beinagrind af hrossi var það sem blasti við augum dýralæknis, sem var í eftirlitsferð á býlinu. „Ég hefði viljað sjá koma fram kröfu frá ákæruvaldinu þess efnis að viðkomandi bóndi yrði sviptur leyfi til dýrahalds. Og ég hefði viljað sjá dómstólinn staðfesta hana.“ Þetta segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um niðurstöðu máls, sem rekið var á hendur bóndanum á Stórhóli í Álftafirði vegna brota á lögum um dýravernd og búfjárhald. Auk vanfóðrunar á sauðfé taldi ákæruvaldið umgengninni á jörðinni mjög ábótavant. Á þriðja tug lambshræja, sjö kindahræ, tvö hundshræ í kerru og hluti af beinagrind af hrossi var það sem blasti við augum dýralæknis, sem var í eftirlitsferð á býlinu. Málinu lauk með dómssátt, þar sem bóndanum var gert að greiða áttatíu þúsund krónur í ríkissjóð. Á annað þúsund fjár eru á bænum. „Það er skiljanlegt að menn fyllist reiði yfir því hve lág sektin er,“ segir yfirdýralæknir. „En ég held að líta verði á þá hlið að dómur hefur fallið. Auðvitað er stóra málið það að koma í veg fyrir að það ástand skapist aftur sem lýst er í ákæru.“ Halldór segir tvo dýralækna, héraðsdýralækni og fulltrúa yfirdýralæknis, hafa farið að Stórhóli í síðustu viku. Því sé búið að gera nýja úttekt á stöðu mála, sem sé verið að vinna úr þessa dagana. Málinu sé því engan vegið lokið. Spurður til hvaða ráðstafana sé unnt að grípa til að stemma stigu við að ástandið endurtaki sig segir yfirdýralæknir þær vera fyrst og fremst þær að koma í veg fyrir að sá mikli fjöldi fjár, sem sé á jörðinni, verði óbreyttur og umfram það sem ábúandi ráði við. „Ákveðnar reglur gilda um hversu mikið rými og jötupláss skuli vera fyrir hvern grip. Vandamálið í þessu tilviki er það að fólkið ræður ekki við allan þennan fjölda. Það þarf að fækka þarna mjög verulega. Í reglugerðum og lögum eru úrræði þar að lútandi. En það skín ákveðið dómgreindarleysi í gegn, að fólk heldur að það sé eitthvað betra að búa með svona margt fé, og meira en það kemst yfir.“ Halldór segir endurskoðunarvinnu standa yfir á lögum um dýravernd og búfjárhald. Vonir standi til að með breytingum á þeim gangi hraðar að ná árangri í þeim fáu málum sem upp komi. Hvað varðar manneldissjónarmið, þegar vanhirt fé á í hlut, segir Halldór afar öflugt eftirlitskerfi í sláturhúsum. Ekkert fari þar í gegn sem teljist ekki hæft til neyslu. jss@frettabladid.is Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Ég hefði viljað sjá koma fram kröfu frá ákæruvaldinu þess efnis að viðkomandi bóndi yrði sviptur leyfi til dýrahalds. Og ég hefði viljað sjá dómstólinn staðfesta hana.“ Þetta segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um niðurstöðu máls, sem rekið var á hendur bóndanum á Stórhóli í Álftafirði vegna brota á lögum um dýravernd og búfjárhald. Auk vanfóðrunar á sauðfé taldi ákæruvaldið umgengninni á jörðinni mjög ábótavant. Á þriðja tug lambshræja, sjö kindahræ, tvö hundshræ í kerru og hluti af beinagrind af hrossi var það sem blasti við augum dýralæknis, sem var í eftirlitsferð á býlinu. Málinu lauk með dómssátt, þar sem bóndanum var gert að greiða áttatíu þúsund krónur í ríkissjóð. Á annað þúsund fjár eru á bænum. „Það er skiljanlegt að menn fyllist reiði yfir því hve lág sektin er,“ segir yfirdýralæknir. „En ég held að líta verði á þá hlið að dómur hefur fallið. Auðvitað er stóra málið það að koma í veg fyrir að það ástand skapist aftur sem lýst er í ákæru.“ Halldór segir tvo dýralækna, héraðsdýralækni og fulltrúa yfirdýralæknis, hafa farið að Stórhóli í síðustu viku. Því sé búið að gera nýja úttekt á stöðu mála, sem sé verið að vinna úr þessa dagana. Málinu sé því engan vegið lokið. Spurður til hvaða ráðstafana sé unnt að grípa til að stemma stigu við að ástandið endurtaki sig segir yfirdýralæknir þær vera fyrst og fremst þær að koma í veg fyrir að sá mikli fjöldi fjár, sem sé á jörðinni, verði óbreyttur og umfram það sem ábúandi ráði við. „Ákveðnar reglur gilda um hversu mikið rými og jötupláss skuli vera fyrir hvern grip. Vandamálið í þessu tilviki er það að fólkið ræður ekki við allan þennan fjölda. Það þarf að fækka þarna mjög verulega. Í reglugerðum og lögum eru úrræði þar að lútandi. En það skín ákveðið dómgreindarleysi í gegn, að fólk heldur að það sé eitthvað betra að búa með svona margt fé, og meira en það kemst yfir.“ Halldór segir endurskoðunarvinnu standa yfir á lögum um dýravernd og búfjárhald. Vonir standi til að með breytingum á þeim gangi hraðar að ná árangri í þeim fáu málum sem upp komi. Hvað varðar manneldissjónarmið, þegar vanhirt fé á í hlut, segir Halldór afar öflugt eftirlitskerfi í sláturhúsum. Ekkert fari þar í gegn sem teljist ekki hæft til neyslu. jss@frettabladid.is
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira