AGS segir afrek hversu hratt tókst að endurreisa bankana 30. október 2009 04:00 Mark Flanagan, verkefnisstjóri hjá AGS. Mynd/GVA Efnahagsmál Það er mikið afrek að tekist hafi að endurfjármagna helstu banka landsins á rúmu ári, að mati Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnvart Íslandi. Þetta kom fram á símafundi sem Flanagan hélt síðdegis í Bandaríkjunum í gær með meðlimum Íslensk-ameríska verslunarráðsins, undir stjórn Ólafs Jóhanns Ólafssonar, formanns ráðsins. Á fundinum kom einnig fram að AGS telur íslensk stjórnvöld vera komin lengra á veg við að draga úr ríkisútgjöldum en gert var ráð fyrir. Hrósaði Flanagan vinnu stjórnvalda við fjárlagagerðina og því samráði sem hefur verið haft við helstu hagsmunahópa landsins. „Það sem gerðist á Íslandi er í raun án fordæma," sagði Flanagan spurður um stöðu landsins í samanburði við önnur verkefni sem hann hefur reynslu af víða um heim. Flanagan benti á að í öðrum löndum, þar sem aðstæður hafa verið svipaðar, hafi tekið 24 til 36 mánuði að koma fjármálakerfinu á svipaðan stað og það er nú á Íslandi. Hann segir að það hafi verið óraunhæf bjartsýni að gera ráð fyrir að endurreisn bankanna gæti gengið hraðar fyrir sig en raunin hefur orðið. Ýmsum verkefnum er þó enn ólokið. Til dæmis endurskoðun á regluverki og eftirliti með fjármálamarkaðinum. Þá sagði Flanagan að Ísland nyti betri vaxtakjara en önnur krísulönd hefðu að meðaltali gert. Vaxtakjör AGS segir hann mun betri en Íslandi bjóðist annars staðar. Sjóðurinn innheimtir eins prósents álag á þann kostnað sem hann ber af lánunum. Á þeim eru fljótandi vextir, en umreiknað í fasta vexti til tólf ára nema þeir 6,57 prósentum. Flanagan segir að Ísland fengi tæplega lán á opnum markaði nema með vöxtum í tveggja stafa tölu. Flanagan sagði á fundinum að sjóðurinn muni ekki blanda sér í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi, þær séu innanríkismál. Hitt liggi fyrir að innlend neysla muni ekki standa undir endurreisninni ein og sér. Íslendingar þurfi á beinni erlendri fjárfestingu að halda og muni væntanlega nýta sér það forskot sem landið hefur þegar kemur að orkufrekum verkefnum. Að mati Flanagans er íslenskt bankakerfi of stórt og þarf að minnka á næstu misserum. - jab, jk / sjá síðu 12 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Efnahagsmál Það er mikið afrek að tekist hafi að endurfjármagna helstu banka landsins á rúmu ári, að mati Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnvart Íslandi. Þetta kom fram á símafundi sem Flanagan hélt síðdegis í Bandaríkjunum í gær með meðlimum Íslensk-ameríska verslunarráðsins, undir stjórn Ólafs Jóhanns Ólafssonar, formanns ráðsins. Á fundinum kom einnig fram að AGS telur íslensk stjórnvöld vera komin lengra á veg við að draga úr ríkisútgjöldum en gert var ráð fyrir. Hrósaði Flanagan vinnu stjórnvalda við fjárlagagerðina og því samráði sem hefur verið haft við helstu hagsmunahópa landsins. „Það sem gerðist á Íslandi er í raun án fordæma," sagði Flanagan spurður um stöðu landsins í samanburði við önnur verkefni sem hann hefur reynslu af víða um heim. Flanagan benti á að í öðrum löndum, þar sem aðstæður hafa verið svipaðar, hafi tekið 24 til 36 mánuði að koma fjármálakerfinu á svipaðan stað og það er nú á Íslandi. Hann segir að það hafi verið óraunhæf bjartsýni að gera ráð fyrir að endurreisn bankanna gæti gengið hraðar fyrir sig en raunin hefur orðið. Ýmsum verkefnum er þó enn ólokið. Til dæmis endurskoðun á regluverki og eftirliti með fjármálamarkaðinum. Þá sagði Flanagan að Ísland nyti betri vaxtakjara en önnur krísulönd hefðu að meðaltali gert. Vaxtakjör AGS segir hann mun betri en Íslandi bjóðist annars staðar. Sjóðurinn innheimtir eins prósents álag á þann kostnað sem hann ber af lánunum. Á þeim eru fljótandi vextir, en umreiknað í fasta vexti til tólf ára nema þeir 6,57 prósentum. Flanagan segir að Ísland fengi tæplega lán á opnum markaði nema með vöxtum í tveggja stafa tölu. Flanagan sagði á fundinum að sjóðurinn muni ekki blanda sér í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi, þær séu innanríkismál. Hitt liggi fyrir að innlend neysla muni ekki standa undir endurreisninni ein og sér. Íslendingar þurfi á beinni erlendri fjárfestingu að halda og muni væntanlega nýta sér það forskot sem landið hefur þegar kemur að orkufrekum verkefnum. Að mati Flanagans er íslenskt bankakerfi of stórt og þarf að minnka á næstu misserum. - jab, jk / sjá síðu 12
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira