Innlent

Katrín Jakobs vill að ríkið eigi listaverk bankanna

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir eðlilegt að gerð verði tilraun til þess fá þau listaverk sem voru seld með bönkunum þegar þeir voru einkavæddir á sínum tíma.

Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar þingmanns frjálslynda flokksins en hann hefur lagt fram á þingi frumvarp þess efnis að þau listaverl sem voru í eigu bankanna þegar neyðarlögin voru sett í október í fyrra verði eign ríkisins.

Listaverkasafn bankanna er mikið að vöxtum og talið er að listaverkin séu alls um 4.000. Um 1.700 verk voru í eigu Landsbankans. Í safni Kaupþings voru um 1.200 verk og tæplega 1.100 í eigu Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×