Opið bréf til heilbrigðisráðherra 16. desember 2009 06:00 Bylgja Kærnested skrifar um heilbrigðismál. Boðaður er mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu á næsta ári og vill hjúkrunarráð Landspítala vekja athygli heilbrigðisráðherra á áhrifum þess að skerða áfram fjárframlög til Landspítala (LSH). Ráðið hefur verulegar áhyggjur að frekari sparnaður komi niður á öryggi og þjónustu við sjúklinga. Landspítalinn er spítali allra landsmanna og er hann helsta öryggisnet alvarlega veikra einstaklinga á Íslandi. Þá kallar hjúkrunarráð eftir skýrari stefnu varðandi hvernig eigi að skera niður án þess að valda óafturkræfu tjóni á jafn viðkvæmu kerfi og heilbrigðiskerfið er. Árum saman hefur Landspítalinn þurft að hagræða og á sama tíma að vernda þjónustu við sjúklinga. Landspítala er gert að draga saman um 9% árið 2010. Það er svipað og fyrir síðastliðið ár sem reynt hefur mjög á spítalann. Nú þegar hefur verið gripið til margvíslegra sparnaðaraðgerða og allra leiða hefur verið leitað til að láta þær ekki koma niður á öryggi og þjónustu við sjúklinga. Sólarhringsdeildum hefur víða verið breytt í dagdeildir og göngudeildarþjónusta aukin. Það er erfitt að sjá að hægt sé að ganga enn lengra á næsta ári án þess að skerða þjónustuna verulega. Annað áhyggjuefni er að þegar þjónusta er skert annars staðar í heilbrigðiskerfinu leita sjúklingar í auknum mæli á Landspítala. Hjúkrunarráð varar við þeim væntingum að þjónustan geti haldist óskert og hvetur til þess að opin umræða fari fram um það hvernig þjónustan verði og hvaða afleiðingar það muni hafa í för með sér. Uppsagnir starfsfólks eru óumflýjanlegar eigi Landspítali að halda sig innan fjárheimilda. Það er mikið áhyggjuefni og varar hjúkrunarráð sérstaklega við því að fækka hjúkrunarfræðingum. Rannsóknir erlendis benda til að fækkun hjúkrunarfræðinga ógni öryggi sjúklinga þannig að fylgikvillum og dauðsföllum fjölgar. Vert er að benda á að sá árangur sem náðst hefur í heilbrigðiskerfinu er ekki síst vegna góðrar menntunar heilbrigðisstétta, mannauðurinn hefur skapað árangurinn. Hjúkrunarfræðingar eru lykilstarfsmenn þegar kemur að því að byggja upp göngudeildir, dagdeildir og sérhæfða heimahjúkrun. Meðal sparnaðaraðgerða á Landspítala er að endurnýja ekki tímabundnar ráðningar. Hópur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga, sem hófu störf í vor, mun því brátt missa vinnuna. Þetta getur leitt til atgervisflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga og sömuleiðis verður ekki nauðsynleg endurnýjun innan hennar. Ráðherra hefur bent á það í ræðum að Landspítali hefur á tímum hagræðingar veitt góða þjónustu og í ljósi þess þá sé öryggi sjúklinga ekki ógnað nú. Nú er hins vegar svo komið að ekki verður lengra gengið í hagræðingu og því er óhjákvæmilegt að þjónustan skerðist. Íslenska heilbrigðiskerfið hefur komið vel út í alþjóðlegum samanburði. Harkalegur niðurskurður mun stefna þeim árangri í hættu. Öllum er ljóst að draga þarf úr útgjöldum ríkisins á þessum erfiðu tímum. Ekki má þó ganga svo nærri Landspítalanum að hann geti ekki sinnt verkefnum sínum sem spítali fjölmennasta svæðis landsins og eini spítalinn sem sinnir flóknari meðferðum fyrir allt landið. Mikilvægt er að tímabundnir erfiðleikar í íslensku efnahagslífi verði ekki til þess að stoðunum sé kippt undan Landspítalanum til lengri tíma. Leiðarljósið þarf að vera að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar. Höfundur er formaður hjúkrunarráðs LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Bylgja Kærnested skrifar um heilbrigðismál. Boðaður er mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu á næsta ári og vill hjúkrunarráð Landspítala vekja athygli heilbrigðisráðherra á áhrifum þess að skerða áfram fjárframlög til Landspítala (LSH). Ráðið hefur verulegar áhyggjur að frekari sparnaður komi niður á öryggi og þjónustu við sjúklinga. Landspítalinn er spítali allra landsmanna og er hann helsta öryggisnet alvarlega veikra einstaklinga á Íslandi. Þá kallar hjúkrunarráð eftir skýrari stefnu varðandi hvernig eigi að skera niður án þess að valda óafturkræfu tjóni á jafn viðkvæmu kerfi og heilbrigðiskerfið er. Árum saman hefur Landspítalinn þurft að hagræða og á sama tíma að vernda þjónustu við sjúklinga. Landspítala er gert að draga saman um 9% árið 2010. Það er svipað og fyrir síðastliðið ár sem reynt hefur mjög á spítalann. Nú þegar hefur verið gripið til margvíslegra sparnaðaraðgerða og allra leiða hefur verið leitað til að láta þær ekki koma niður á öryggi og þjónustu við sjúklinga. Sólarhringsdeildum hefur víða verið breytt í dagdeildir og göngudeildarþjónusta aukin. Það er erfitt að sjá að hægt sé að ganga enn lengra á næsta ári án þess að skerða þjónustuna verulega. Annað áhyggjuefni er að þegar þjónusta er skert annars staðar í heilbrigðiskerfinu leita sjúklingar í auknum mæli á Landspítala. Hjúkrunarráð varar við þeim væntingum að þjónustan geti haldist óskert og hvetur til þess að opin umræða fari fram um það hvernig þjónustan verði og hvaða afleiðingar það muni hafa í för með sér. Uppsagnir starfsfólks eru óumflýjanlegar eigi Landspítali að halda sig innan fjárheimilda. Það er mikið áhyggjuefni og varar hjúkrunarráð sérstaklega við því að fækka hjúkrunarfræðingum. Rannsóknir erlendis benda til að fækkun hjúkrunarfræðinga ógni öryggi sjúklinga þannig að fylgikvillum og dauðsföllum fjölgar. Vert er að benda á að sá árangur sem náðst hefur í heilbrigðiskerfinu er ekki síst vegna góðrar menntunar heilbrigðisstétta, mannauðurinn hefur skapað árangurinn. Hjúkrunarfræðingar eru lykilstarfsmenn þegar kemur að því að byggja upp göngudeildir, dagdeildir og sérhæfða heimahjúkrun. Meðal sparnaðaraðgerða á Landspítala er að endurnýja ekki tímabundnar ráðningar. Hópur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga, sem hófu störf í vor, mun því brátt missa vinnuna. Þetta getur leitt til atgervisflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga og sömuleiðis verður ekki nauðsynleg endurnýjun innan hennar. Ráðherra hefur bent á það í ræðum að Landspítali hefur á tímum hagræðingar veitt góða þjónustu og í ljósi þess þá sé öryggi sjúklinga ekki ógnað nú. Nú er hins vegar svo komið að ekki verður lengra gengið í hagræðingu og því er óhjákvæmilegt að þjónustan skerðist. Íslenska heilbrigðiskerfið hefur komið vel út í alþjóðlegum samanburði. Harkalegur niðurskurður mun stefna þeim árangri í hættu. Öllum er ljóst að draga þarf úr útgjöldum ríkisins á þessum erfiðu tímum. Ekki má þó ganga svo nærri Landspítalanum að hann geti ekki sinnt verkefnum sínum sem spítali fjölmennasta svæðis landsins og eini spítalinn sem sinnir flóknari meðferðum fyrir allt landið. Mikilvægt er að tímabundnir erfiðleikar í íslensku efnahagslífi verði ekki til þess að stoðunum sé kippt undan Landspítalanum til lengri tíma. Leiðarljósið þarf að vera að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar. Höfundur er formaður hjúkrunarráðs LSH.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar