Erlent

Frá Guantanamo til Illinois

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fangar í Guantanamo.
Fangar í Guantanamo.

Margir þeirra fanga, sem enn eru í haldi í fangabúðum Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu, verða fluttir í hámarksöryggisfangelsi í Illinois. Allt að 100 fangar af þeim 215 sem haldið er í búðunum verða fluttir þangað en Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur viðurkennt opinberlega að sér muni að öllum líkindum ekki takast það ætlunarverk sitt að loka fangelsinu á Kúbu í janúar 2010 eins og hann lofaði skömmu eftir að hann tók við embætti í byrjun þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×