Erlent

Olli jarðskjálfta með djúpborun

Djúpboranir í Sviss
Tilraunum var hætt eftir jarðskjálftana 2006.
Nordicphotos/AFP
Djúpboranir í Sviss Tilraunum var hætt eftir jarðskjálftana 2006. Nordicphotos/AFP

Jarðfræðingurinn Markus Häring sætir nú málaferlum í Sviss fyrir að hafa valdið nokkrum jarðskjálftum með tilraunum sínum með djúpboranir árið 2006.

Stærsti jarðskjálftinn mældist 3,4 stig og olli ýmsum skemmdum á húsum í borginni Basel. Häring segist ekki vísvitandi hafa ætlað að framkalla jarðskjálfta.

Tilgangur djúpborananna var að framkalla hreina orku. Tilraunirnar fólust í því að borað var niður á fimm kílómetra dýpi og köldu vatni dælt niður í sjóðandi heit berglög. Vatnið kom síðan heitt til baka.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×