Jafnrétti í atvinnulífinu 16. desember 2009 06:00 Bergur Sigurðsson skrifar um atvinnumál. Eins og kunnugt er var hlutur karla afgerandi mikið stærri en hlutur kvenna í aðdraganda hrunsins. Stjórnir fjármálastofnana voru þétt setnar karlmönnum og tiltölulega fáar konur var að finna í forystusveit fjármála- og atvinnulífs. Kynin eiga margt sameiginlegt en að sama skapi eru þau að mörgu leyti ólík. Eitt það sem aðgreinir þau er að karlmenn eru almennt áhættusæknari en konur. Ekki verður framhjá því horft að einsleitni og áhættusækni forystusveitarinnar hafi orðið þess valdandi að hér fór allt á annan endann. En þrátt fyrir ríkan hlut karla í aðdraganda hrunsins hafa komið fram vísbendingar um að konum í stjórnum fyrirtækja hér á landi hafi enn fækkað nú eftir hrunið. Hvað ber þá til bragðs að taka?Norska leiðinMeð það að markmiði að stuðla að jafnari hlutföllum kvenna og karla í áhrifastöðum í atvinnulífinu liggur fyrir tillaga um breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög. Viðskiptanefnd Alþingis hefur í umfjöllun sinni um málið horft til Noregs sem stendur öðrum þjóðum framar er kemur að jafnræði kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Nefndin leggur því til að lögfesta að bæði kyn skuli eiga fulltrúa í stjórnum fyrirtækja sem hafa 50 starfsmenn eða fleiri. Séu fleiri en þrír í stjórn fyrirtækis skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki minna en 40%. Atvinnulífið hefur fjögur ár til þess að laga sig að þessari nýju löggjöf þar sem lagt er til að ákvæðin taki gildi í september 2013. Nái frumvarpið fram að ganga blasir við að hlutur kvenna og áhrif þeirra í atvinnulífinu munu fara mjög vaxandi á næstu árum. Sú breyting er líkleg til þess að bæta hag og draga úr áhættu í rekstri fyrirtækja. Bættur hagurSamkvæmt niðurstöðum rannsókna í Finnlandi og Danmörku skila fyrirtæki sem hafa kvenkyns forstjóra eða blandaðar stjórnir meiri arðsemi en þau félög sem hafa einsleitar stjórnir. Í nýlegri rannsókn sem gerð var hér á landi þar sem 101 fyrirtæki var skoðað koma sams konar vísbendingar fram. Rannsóknin leiddi í ljós að arðsemi eigin fjár er betri í fyrirtækjum með blandaðar stjórnir en þar sem karlmenn eru einir við völd. Auk betri áhættustýringar og aukinnar arðsemi eigin fjár er líklegt að aukið vægi kvenna í stjórnum fyrirtækja muni leiða til þess að kynbundnum launamun verði loks útrýmt. Þar með næðist sigur í einu helsta baráttumáli jafnréttissinna til margra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Bergur Sigurðsson skrifar um atvinnumál. Eins og kunnugt er var hlutur karla afgerandi mikið stærri en hlutur kvenna í aðdraganda hrunsins. Stjórnir fjármálastofnana voru þétt setnar karlmönnum og tiltölulega fáar konur var að finna í forystusveit fjármála- og atvinnulífs. Kynin eiga margt sameiginlegt en að sama skapi eru þau að mörgu leyti ólík. Eitt það sem aðgreinir þau er að karlmenn eru almennt áhættusæknari en konur. Ekki verður framhjá því horft að einsleitni og áhættusækni forystusveitarinnar hafi orðið þess valdandi að hér fór allt á annan endann. En þrátt fyrir ríkan hlut karla í aðdraganda hrunsins hafa komið fram vísbendingar um að konum í stjórnum fyrirtækja hér á landi hafi enn fækkað nú eftir hrunið. Hvað ber þá til bragðs að taka?Norska leiðinMeð það að markmiði að stuðla að jafnari hlutföllum kvenna og karla í áhrifastöðum í atvinnulífinu liggur fyrir tillaga um breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög. Viðskiptanefnd Alþingis hefur í umfjöllun sinni um málið horft til Noregs sem stendur öðrum þjóðum framar er kemur að jafnræði kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Nefndin leggur því til að lögfesta að bæði kyn skuli eiga fulltrúa í stjórnum fyrirtækja sem hafa 50 starfsmenn eða fleiri. Séu fleiri en þrír í stjórn fyrirtækis skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki minna en 40%. Atvinnulífið hefur fjögur ár til þess að laga sig að þessari nýju löggjöf þar sem lagt er til að ákvæðin taki gildi í september 2013. Nái frumvarpið fram að ganga blasir við að hlutur kvenna og áhrif þeirra í atvinnulífinu munu fara mjög vaxandi á næstu árum. Sú breyting er líkleg til þess að bæta hag og draga úr áhættu í rekstri fyrirtækja. Bættur hagurSamkvæmt niðurstöðum rannsókna í Finnlandi og Danmörku skila fyrirtæki sem hafa kvenkyns forstjóra eða blandaðar stjórnir meiri arðsemi en þau félög sem hafa einsleitar stjórnir. Í nýlegri rannsókn sem gerð var hér á landi þar sem 101 fyrirtæki var skoðað koma sams konar vísbendingar fram. Rannsóknin leiddi í ljós að arðsemi eigin fjár er betri í fyrirtækjum með blandaðar stjórnir en þar sem karlmenn eru einir við völd. Auk betri áhættustýringar og aukinnar arðsemi eigin fjár er líklegt að aukið vægi kvenna í stjórnum fyrirtækja muni leiða til þess að kynbundnum launamun verði loks útrýmt. Þar með næðist sigur í einu helsta baráttumáli jafnréttissinna til margra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar