Styrkur Orkuveitunnar 16. desember 2009 06:00 Guðlaugur Sverrisson skrifar um Orkuveitu Reykjavíkur. Í þeim hremmingum sem íslenskt efnahagslíf gengur í gegnum eru ekki mörg fyrirtæki sem hafa styrk til þess að ráðast í atvinnuskapandi fjárfestingar. Stór hluti atvinnureksturs í landinu hefur orðið fyrir þvílíkum áföllum að stjórnendur halda að sér höndum og fyrir vikið verður samdráttur meiri en ella. Efnahagur OR varð vissulega fyrir ágjöf við hrun krónunnar. Fyrirtækið hefur engu síður styrk til að taka þátt í arðsömum fjárfestingum sem skapa þúsundum atvinnu og fyrirtækinu traustar gjaldeyristekjur næstu áratugi. Alþjóðleg fjármálafyrirtæki treysta OR til að fara skynsamlega með lánsfé. OR var fyrsti íslenski aðilinn sem tókst að endurvinna slíkt traust eftir hrun. Þau verkefni, sem OR hyggst ráðast í, lúta að áframhaldandi uppbyggingu jarðhitanýtingar á Hengilssvæðinu. Á síðasta kjörtímabili R-listans var stefnan mörkuð um þessa uppbyggingu, sem nú er fylgt eftir. Lúta þær jafnt að öflun orku í formi heits vatns fyrir hitaveitu höfuðborgarbúa og framleiðslu raforku fyrir uppbygginguna á Grundartanga og í Helguvík. Þessar framkvæmdir eru ein af forsendum efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar og hefur ríkt nánast einhuga samstaða innan stjórnar OR um þessi mál. Þessar ákvarðanir, sem teknar voru á síðasta kjörtímabili, hafa kostað mikla fjármuni. Þeir komu úr rekstri OR og það sem á vantaði var tekið að láni á hagstæðum kjörum erlendis. Við gengishrun krónunnar hafa þessi lán hækkað umtalsvert í krónum talið. Á móti kemur vitaskuld, að þær erlendu tekjur, sem fjárfestingar afla, hafa líka hækkað verulega í krónum, m.ö.o. hafa eignirnar líka aukið verðmæti sitt í krónum talið. Það er full ástæða til að taka stöðu fjármagnsfreks atvinnurekstrar hér á landi alvarlega. Hins vegar er ástæðulaust að níða niður þann rekstur sem þó hefur afl og þrótt til að byggja upp á þessum niðurskurðartímum. Þótt maður sé í framboði. Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugur Sverrisson skrifar um Orkuveitu Reykjavíkur. Í þeim hremmingum sem íslenskt efnahagslíf gengur í gegnum eru ekki mörg fyrirtæki sem hafa styrk til þess að ráðast í atvinnuskapandi fjárfestingar. Stór hluti atvinnureksturs í landinu hefur orðið fyrir þvílíkum áföllum að stjórnendur halda að sér höndum og fyrir vikið verður samdráttur meiri en ella. Efnahagur OR varð vissulega fyrir ágjöf við hrun krónunnar. Fyrirtækið hefur engu síður styrk til að taka þátt í arðsömum fjárfestingum sem skapa þúsundum atvinnu og fyrirtækinu traustar gjaldeyristekjur næstu áratugi. Alþjóðleg fjármálafyrirtæki treysta OR til að fara skynsamlega með lánsfé. OR var fyrsti íslenski aðilinn sem tókst að endurvinna slíkt traust eftir hrun. Þau verkefni, sem OR hyggst ráðast í, lúta að áframhaldandi uppbyggingu jarðhitanýtingar á Hengilssvæðinu. Á síðasta kjörtímabili R-listans var stefnan mörkuð um þessa uppbyggingu, sem nú er fylgt eftir. Lúta þær jafnt að öflun orku í formi heits vatns fyrir hitaveitu höfuðborgarbúa og framleiðslu raforku fyrir uppbygginguna á Grundartanga og í Helguvík. Þessar framkvæmdir eru ein af forsendum efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar og hefur ríkt nánast einhuga samstaða innan stjórnar OR um þessi mál. Þessar ákvarðanir, sem teknar voru á síðasta kjörtímabili, hafa kostað mikla fjármuni. Þeir komu úr rekstri OR og það sem á vantaði var tekið að láni á hagstæðum kjörum erlendis. Við gengishrun krónunnar hafa þessi lán hækkað umtalsvert í krónum talið. Á móti kemur vitaskuld, að þær erlendu tekjur, sem fjárfestingar afla, hafa líka hækkað verulega í krónum, m.ö.o. hafa eignirnar líka aukið verðmæti sitt í krónum talið. Það er full ástæða til að taka stöðu fjármagnsfreks atvinnurekstrar hér á landi alvarlega. Hins vegar er ástæðulaust að níða niður þann rekstur sem þó hefur afl og þrótt til að byggja upp á þessum niðurskurðartímum. Þótt maður sé í framboði. Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar