Vel heppnuð opin hús í hverfum borgarinnar 16. desember 2009 06:00 Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar um skipulagsmál. Vinna stendur nú yfir við mótun nýs aðalskipulags fyrir Reykjavík sem nær til tímabilsins 2010 til 2030, með framtíðarsýn allt til ársins 2050. Mikil áhersla er lögð á samráð við íbúa og hagsmunaaðila í þessari vinnu og það er því einkar ánægjulegt að yfir 500 íbúar skuli hafa lagt leið sína í opin hús í öllum 10 hverfum borgarinnar á vegum Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur, sem nú er nýlokið.Marktæk áherslubreytingAfrakstur þessara stefnumóta eru yfir 1.500 hugmyndir og ábendingar frá borgarbúum um það sem betur má fara í skipulagsmálum Reykjavíkur. Of langt mál væri að telja upp allar þær hugmyndir sem komu fram í opnu húsunum en almennt tel ég mig geta fullyrt að þar megi greina marktæka áherslubreytingu frá gildandi skipulagi, sem lýsir sér e.t.v. best í fráhvarfi frá stórborgarbrag yfir í þorpsbrag þar sem áhersla er lögð á nærumhverfið og fjölskyldu- og vinatengsl.Almennt er lagt upp úr því að efla kjarnastarfsemi í hverju hverfi, tryggja umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks innan hverfa og efla aðstöðu til íþrótta og útiveru. Þá nefndu margir að efla þyrfti verslun í hverfunum og varð sumum tíðrætt um endurkomu kaupmannsins á horninu. Það kom líka ánægjulega á óvart hversu umhugað íbúum er almennt um að hlúa að, vernda og varðveita byggðina í borginni og skila henni með sóma til næstu kynslóðar.Tillaga að nýju aðalskipulagi á næsta áriNæstu skref í aðalskipulagsvinnunni eru að skipulagssérfræðingar borgarinnar og stýrihópur um endurskoðun aðalskipulagsins, skipaður fulltrúum allra flokka í borgarstjórn, skoða gaumgæfilega þessar hugmyndir og vefa úr þeim og öðrum áhugaverðum ábendingum tillögu að nýju aðalskipulagi, sem gert er ráð fyrir að kynnt verði formlega þegar líður fram á næsta ár. Þá gefst borgarbúum aftur tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar, lögum samkvæmt, áður en tillaga að nýju aðalskipulagi fer til afgreiðslu borgaryfirvalda. Leggðu þitt af mörkumHægt er að skoða allar hugmyndirnar sem fram komu í opnu húsunum eftir hverfum á verkefnavef aðalskipulagsins, www.adalskipulag.is. Þar geta líka íbúar sem ekki höfðu tök á því að sækja hverfafundina líka komið á framfæri hugmyndum sínum og ábendingum í skipulagsmálum. Reykvíkingar, það er núna sem þið hafið tækifæri til að móta framtíðina! Höfundur er formaður skipulagsráðs og stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar um skipulagsmál. Vinna stendur nú yfir við mótun nýs aðalskipulags fyrir Reykjavík sem nær til tímabilsins 2010 til 2030, með framtíðarsýn allt til ársins 2050. Mikil áhersla er lögð á samráð við íbúa og hagsmunaaðila í þessari vinnu og það er því einkar ánægjulegt að yfir 500 íbúar skuli hafa lagt leið sína í opin hús í öllum 10 hverfum borgarinnar á vegum Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur, sem nú er nýlokið.Marktæk áherslubreytingAfrakstur þessara stefnumóta eru yfir 1.500 hugmyndir og ábendingar frá borgarbúum um það sem betur má fara í skipulagsmálum Reykjavíkur. Of langt mál væri að telja upp allar þær hugmyndir sem komu fram í opnu húsunum en almennt tel ég mig geta fullyrt að þar megi greina marktæka áherslubreytingu frá gildandi skipulagi, sem lýsir sér e.t.v. best í fráhvarfi frá stórborgarbrag yfir í þorpsbrag þar sem áhersla er lögð á nærumhverfið og fjölskyldu- og vinatengsl.Almennt er lagt upp úr því að efla kjarnastarfsemi í hverju hverfi, tryggja umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks innan hverfa og efla aðstöðu til íþrótta og útiveru. Þá nefndu margir að efla þyrfti verslun í hverfunum og varð sumum tíðrætt um endurkomu kaupmannsins á horninu. Það kom líka ánægjulega á óvart hversu umhugað íbúum er almennt um að hlúa að, vernda og varðveita byggðina í borginni og skila henni með sóma til næstu kynslóðar.Tillaga að nýju aðalskipulagi á næsta áriNæstu skref í aðalskipulagsvinnunni eru að skipulagssérfræðingar borgarinnar og stýrihópur um endurskoðun aðalskipulagsins, skipaður fulltrúum allra flokka í borgarstjórn, skoða gaumgæfilega þessar hugmyndir og vefa úr þeim og öðrum áhugaverðum ábendingum tillögu að nýju aðalskipulagi, sem gert er ráð fyrir að kynnt verði formlega þegar líður fram á næsta ár. Þá gefst borgarbúum aftur tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar, lögum samkvæmt, áður en tillaga að nýju aðalskipulagi fer til afgreiðslu borgaryfirvalda. Leggðu þitt af mörkumHægt er að skoða allar hugmyndirnar sem fram komu í opnu húsunum eftir hverfum á verkefnavef aðalskipulagsins, www.adalskipulag.is. Þar geta líka íbúar sem ekki höfðu tök á því að sækja hverfafundina líka komið á framfæri hugmyndum sínum og ábendingum í skipulagsmálum. Reykvíkingar, það er núna sem þið hafið tækifæri til að móta framtíðina! Höfundur er formaður skipulagsráðs og stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar