Innlent

Haldið sofandi eftir tunnuslys

Konurnar voru fluttar með þyrlu á Borgarspítalann. Mynd tengist frétt ekki beint.
Konurnar voru fluttar með þyrlu á Borgarspítalann. Mynd tengist frétt ekki beint.

Tvær konur, sem slösuðust alvarlega þegar lok af mæjónestunnu þeyttist í höfuð þeirra, er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Borgarspítalans í Fossvogi. Líðan þeirra er stöðug en báðar gengust þær undir aðgerðir í nótt við áverkum sínum. Konurnar eru verst slasaðar á höfði og í andliti.

Atvikið átti sér stað í gær þegar þær voru við störf í Kartöfluverksmiðjunni í Þykkvabæ. Þá virðist lokið af tunnunni hafa sprungið af með þeim afleiðingum að það þeyttist í höfuð og andlit kvennanna. Ekki er enn vitað hvers vegna sprengingin átti sér stað en lögreglan á Selfossi og Vinnueftirlitið rannsaka málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×