Sport

Beckham: Það sem Donovan sagði var ófagmannlegt

Ómar Þorgeirsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Nordic photos/AFP

Stórstjarnan David Beckham er allt annað en sáttur með liðsfélaga sinn Landon Donovan hjá LA Galaxy sem gagnrýndi Englendinginn í bókinni The Beckham Experiment eftir Grant Wahl fyrir að vera lélegan fyrirliða og að hann leggði sig ekki nógu mikið fram fyrir liðsfélaga sína.

Beckham snýr aftur til æfinga hjá LA Galaxy á morgun eftir fimm mánaða lánstíma hjá AC Milan og ætlar að tala við Donovan við fyrsta tækifæri.

„Í mínum augum er það mjög ófagmannlegt hjá Donovan að koma ekki fyrst og tala við mig ef hann væri ósáttur með eitthvað í stað þess að segja það við fjölmiðla eða bókarhöfunda. Í þau 17 ár sem ég hef spilað með mörgum af bestu félögum heims og mörgum af bestu leikmönnum heims hef ég aldrei verið gangrýndur fyrir að leggja mig ekki fram. Ég vill því endilega heyra hvað Donovan hefur fram að færa," segir Beckham við bandaríska fjölmiðla í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×