Erlent

Hyggst skilja við Tiger

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þau hjónin meðan allt lék í lyndi.
Þau hjónin meðan allt lék í lyndi.

Elin Nordegren, eiginkona kylfingsins Tiger Woods, hefur ákveðið að skilja við mann sinn. Enn fremur ætlar hún að fara með börn þeirra heim til Svíþjóðar og verja jólahátíðinni með fjölskyldu sinni. Heimildamaður, sem þekkir Nordegren persónulega, segir að framkoma Woods sé miklu meira en skammarleg og nú þurfi Nordegren að huga að börnum sínum, sem einhvern daginn verði nógu stór til að skilja hvað gerðist. Sjálfur hyggst Tiger verja jólunum með nokkrum nánum vinum sínum á meðan hann áttar sig á hlutunum, segir sami heimildamaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×