Súrnun hafanna dulinn vandi 17. desember 2009 09:21 Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að súrnun hafanna sé dulinn vandi loftslagsbreytinga sem ógnaði lífi í höfunum og afkomu ríkja sem byggðu á lífríki hafsins. Þetta kom fram í máli hennar á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í gær þar sem hún var meðal framsögumanna á fundi sem fjallaði um áhrif loftslagsbreytinga á hafið, sem var stýrt af Kaj Leo Johannessen, lögmanni Færeyja. Auk þeirra héldu meðal annars erindi á fundinum ráðherrar frá Færeyjum og Noregi og fulltrúar frá Indónesíu, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Svandís benti á þá staðreynd að höfin gleypa stóran hluta þess koldíoxíðs sem losað er á heimsvísu, að fram kemur í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Geta þeirra til þess færi þó þverrandi vegna aukinnar mettunar koldíoxíðs í höfunum, sem veldur súrnun. „Þekking manna á þeim vanda hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum, sem og áhyggjur af hugsanlegum afleiðingum. Eyðing kóralrifja hefur þar verið mest í sviðsljósinu, en þau eiga mjög undir högg að sækja vegna hlýnunar sjávar og fleiri þátta; ef súrnun sjávar heldur áfram óhindrað óttast menn að kóralrifin hætti að geta vaxið og deyi fyrir lok þessarar aldar. Súrnun sjávar veldur líka öðrum lífverutegundum sem mynda skeljar eða stoðgrind erfiðleikum, s.s. skeldýrum og ýmsum þörungum. Talið er að utan hitabeltisins verði vandinn vegna súrnunar mestur á nyrstu og syðstu hafsvæðum jarðar," segir í tilkynningunni. Svandís sagði að þótt dregin væri upp dökk mynd af afleiðingum loftslagsbreytinga á höfin mætti ekki einblína eingöngu á vandann, heldur líka á lausnir. Ríkjum heims hefði auðnast að draga úr mengun hafsins með alþjóðlegum samningum og svæðisbundinni samvinnu. Mörg ríki reyndu að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins með ábyrgri fiskveiðistjórn og öðrum aðgerðum. Íslendingar hefðu lifað af gæðum hafsins í 1100 ár og ætlaðu sér að gera það áfram um langa framtíð. Ógnir við lífríki sjávar væri ógnun við efnahag Íslands og samfélag. Ísland væri reiðubúið að taka höndum saman við önnur ríki sem vildu benda á áhrif loftslagsbreytinga á höfin og vildu leysa loftslagsvandann. Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að súrnun hafanna sé dulinn vandi loftslagsbreytinga sem ógnaði lífi í höfunum og afkomu ríkja sem byggðu á lífríki hafsins. Þetta kom fram í máli hennar á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í gær þar sem hún var meðal framsögumanna á fundi sem fjallaði um áhrif loftslagsbreytinga á hafið, sem var stýrt af Kaj Leo Johannessen, lögmanni Færeyja. Auk þeirra héldu meðal annars erindi á fundinum ráðherrar frá Færeyjum og Noregi og fulltrúar frá Indónesíu, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Svandís benti á þá staðreynd að höfin gleypa stóran hluta þess koldíoxíðs sem losað er á heimsvísu, að fram kemur í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Geta þeirra til þess færi þó þverrandi vegna aukinnar mettunar koldíoxíðs í höfunum, sem veldur súrnun. „Þekking manna á þeim vanda hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum, sem og áhyggjur af hugsanlegum afleiðingum. Eyðing kóralrifja hefur þar verið mest í sviðsljósinu, en þau eiga mjög undir högg að sækja vegna hlýnunar sjávar og fleiri þátta; ef súrnun sjávar heldur áfram óhindrað óttast menn að kóralrifin hætti að geta vaxið og deyi fyrir lok þessarar aldar. Súrnun sjávar veldur líka öðrum lífverutegundum sem mynda skeljar eða stoðgrind erfiðleikum, s.s. skeldýrum og ýmsum þörungum. Talið er að utan hitabeltisins verði vandinn vegna súrnunar mestur á nyrstu og syðstu hafsvæðum jarðar," segir í tilkynningunni. Svandís sagði að þótt dregin væri upp dökk mynd af afleiðingum loftslagsbreytinga á höfin mætti ekki einblína eingöngu á vandann, heldur líka á lausnir. Ríkjum heims hefði auðnast að draga úr mengun hafsins með alþjóðlegum samningum og svæðisbundinni samvinnu. Mörg ríki reyndu að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins með ábyrgri fiskveiðistjórn og öðrum aðgerðum. Íslendingar hefðu lifað af gæðum hafsins í 1100 ár og ætlaðu sér að gera það áfram um langa framtíð. Ógnir við lífríki sjávar væri ógnun við efnahag Íslands og samfélag. Ísland væri reiðubúið að taka höndum saman við önnur ríki sem vildu benda á áhrif loftslagsbreytinga á höfin og vildu leysa loftslagsvandann.
Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira